Formaðurinn segir lykilatriði að Samfylkingin hugsi stórt Heimir Már Pétursson skrifar 27. desember 2015 14:10 Formaður Samfylkingarinnar miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi sem og annars staðar hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokka. Auðvitað hafi minnkandi fylgi áhrif á Samfylkinguna en stærsta hættan sem stjórnmálaflokkar standi frammi fyrir sé að hætta að hugsa stórt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði hann út í þverrandi fylgi flokksins í könnunum, stöðu hans sem formanns og gagnrýni sem heyra mætti á formanninn innan úr Samfylkingunni sjálfri. „Auðvitað hefur þessi staða áhrif en það þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr henni. Fólk bara tekur afstöðu og það sem er að gerast um allan heim eru gríðarlegar breytingar í stjórnmálunum,“ sagði Árni Páll. Ísland hafi lenti í kreppunni fyrr en aðrar þjóðir, komist upp úr henni fyrr en aðrar þjóðir og kannski brotið af sér gömlu stjórnmálin fyrr en aðrar þjóðir. „Það blasir auðvitað við að fólk er að hrinsta af sér gamla strúktúra og gömul formog vill kannski taka afstöðu með öðrum hætti en áður. Stjórnmálin verða að laga sig að því. Flokkar verða að laga sig að því,“ sagði Árni Páll. Burt séð frá persónulegri stöðu hans eða Samfylkingarinnar á þessum tímapunkti sýni reynslan að fylgi flokka geti breyst hratt. Hitt sé ljóst að áfram verði þörf fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi sem þurfi að vera með svör við vaxandi misskiptingu og þeim væntingum sem fólk hafi til stjórnmálanna. Efast þú þá aldrei um að þú sért rétti maðurinn til að leiða flokkinn, spurði Sigurjón. „Ég velti því oft fyrir mér hvort ég hafi svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti satt að segja gaman að hitta einhvern stjórnmálamann í dag sem telur sig hafa svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti gaman að sjá forystumann í einhverjum flokki sem halda að hann skilji til fulls þá strauma sem við erum að ganga í gegnum,“ sagði Árni Páll. Auðvitað velti hann fyrir sér hvort hann sé rétti maðurinn til forystu en til þess að svara því hafi Samfylkingin lýðræðislegar aðferðir. „Samfylkingin þarf að opna sig. Hún þarf að vera fjölbreytilegur flokkur. Hún þarf að vera tilbúin að vera alvöru jafnaðarmannaflokkur. Það er ekki forsjárhyggjuflokkur. Það er ekki er ekki forskriftaflokkur. Stóra hættan er bara ein og hún er sú sem ég varaði við í ræðu á kosninganótt: Flokkar verða ekki litlir við að missa fylgi heldur við að hætta að hugsa stórt og lykilatriði fyrir Samfylkinguna núna er að hugsa stórt,“ sagði Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar miklar þjóðfélagsbreytingar hér á landi sem og annars staðar hafa áhrif á fylgi stjórnmálaflokka. Auðvitað hafi minnkandi fylgi áhrif á Samfylkinguna en stærsta hættan sem stjórnmálaflokkar standi frammi fyrir sé að hætta að hugsa stórt. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði hann út í þverrandi fylgi flokksins í könnunum, stöðu hans sem formanns og gagnrýni sem heyra mætti á formanninn innan úr Samfylkingunni sjálfri. „Auðvitað hefur þessi staða áhrif en það þýðir ekkert að velta sér allt of mikið upp úr henni. Fólk bara tekur afstöðu og það sem er að gerast um allan heim eru gríðarlegar breytingar í stjórnmálunum,“ sagði Árni Páll. Ísland hafi lenti í kreppunni fyrr en aðrar þjóðir, komist upp úr henni fyrr en aðrar þjóðir og kannski brotið af sér gömlu stjórnmálin fyrr en aðrar þjóðir. „Það blasir auðvitað við að fólk er að hrinsta af sér gamla strúktúra og gömul formog vill kannski taka afstöðu með öðrum hætti en áður. Stjórnmálin verða að laga sig að því. Flokkar verða að laga sig að því,“ sagði Árni Páll. Burt séð frá persónulegri stöðu hans eða Samfylkingarinnar á þessum tímapunkti sýni reynslan að fylgi flokka geti breyst hratt. Hitt sé ljóst að áfram verði þörf fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi sem þurfi að vera með svör við vaxandi misskiptingu og þeim væntingum sem fólk hafi til stjórnmálanna. Efast þú þá aldrei um að þú sért rétti maðurinn til að leiða flokkinn, spurði Sigurjón. „Ég velti því oft fyrir mér hvort ég hafi svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti satt að segja gaman að hitta einhvern stjórnmálamann í dag sem telur sig hafa svör við þessum stóru spurningum. Mér þætti gaman að sjá forystumann í einhverjum flokki sem halda að hann skilji til fulls þá strauma sem við erum að ganga í gegnum,“ sagði Árni Páll. Auðvitað velti hann fyrir sér hvort hann sé rétti maðurinn til forystu en til þess að svara því hafi Samfylkingin lýðræðislegar aðferðir. „Samfylkingin þarf að opna sig. Hún þarf að vera fjölbreytilegur flokkur. Hún þarf að vera tilbúin að vera alvöru jafnaðarmannaflokkur. Það er ekki forsjárhyggjuflokkur. Það er ekki er ekki forskriftaflokkur. Stóra hættan er bara ein og hún er sú sem ég varaði við í ræðu á kosninganótt: Flokkar verða ekki litlir við að missa fylgi heldur við að hætta að hugsa stórt og lykilatriði fyrir Samfylkinguna núna er að hugsa stórt,“ sagði Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Árni Páll: Stjórnarandstöðunni ber siðferðileg skylda til að reyna myndun stjórnar „Ég er alveg til í að setjast yfir það, ef menn hafa áhuga á, að búa til sameiginlega málefnaskrá fyrir næstu kosningar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. 27. desember 2015 12:20