Innlent

Víða lokað í Reykjavík á morgun: Leikskólum, félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum lokað

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan tólf.
Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan tólf.
Starfsmönnum Reykjavíkurborgar hefur verið gefið frí eftir hádegi á morgun í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og frístundaklúbbar verða lokaðir eftir klukkan tólf. Þá verður lokað hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti, en símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður opin. Starfsfólk sorphirðu verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfisstöðvum og þeir sem sinna öryggisþjónustu, s.s umferðarljósaeftirliti og fleiru.

Húsdýragarðinum verður jafnframt lokað klukkan eitt en sundlaugar verða opnar.

Þá verður þjónustuver Reykjavikurborgar lokað eftir klukkan tólf en opið verður í símaverinu til 16.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×