Innlent

Aflaverðmætið er 506 milljónir

svavar hávarðsson skrifar
Frystitogari HB Granda, Þerney RE, er sagður hafa átt „frábæran túr“ í Barentshafið, með aflaverðmæti upp á hálfan milljarð króna.
Frystitogari HB Granda, Þerney RE, er sagður hafa átt „frábæran túr“ í Barentshafið, með aflaverðmæti upp á hálfan milljarð króna. mynd/hbgrandi
Von er á frystitogara HB Granda, Þerney RE, til Reykjavíkur um miðjan dag, en aflaverðmæti veiðiferðarinnar úr norsku lögsögunni nemur rúmlega hálfum milljarði króna. Aflinn upp úr sjó er um 1.275 tonn.

Veiðiferðin hefur staðið yfir í tæplega 40 daga, en nokkrir dagar töpuðust frá veiðum vegna veðurs. Aflabrögðin voru hins vegar góð þá daga sem áhöfnin gat stundað veiðar, eins og verðmæti og afli upp úr sjó er til vitnis um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×