Innlent

Ekki eining innan þingflokksins

sveinn arnarsson skrifar
Jón Þór Ólafsson telur ekki tímabært að velta fyrir sér hugsanlegu kosningabandalagi flokka í kosningum eftir rúmlega tvö ár.
Jón Þór Ólafsson telur ekki tímabært að velta fyrir sér hugsanlegu kosningabandalagi flokka í kosningum eftir rúmlega tvö ár.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir hugmynd flokkssystur sinnar, Birgittu Jónsdóttur, um kosningabandalag meðal stjórnarandstöðuflokkanna ekki vera hugmynd sem hugnist honum.

Píratar hafa verið að mælast stærsti flokkurinn í íslenskum stjórnmálum nú í tvígang með stuttu millibili og hefur stígandin í fylgi flokksins verið jöfn síðustu vikur þótt fylgið hafi farið hratt upp á við síðustu daga.

Í könnun Fréttablaðsins á laugardaginn mældust Píratar með 19 þingmenn ef kosið væri nú. Í síðustu kosningum fyrir um tveimur árum rétt náði flokkurinn yfir fimm prósenta múrinn og fékk þrjá menn kjörna.

„Mér hugnast þessi hugmynd Birgittu ekki. Það má segja að það sé ekki eining um kosningabandalag meðal stjórnarandstöðunnar eins og staðan er nú. Við píratar þurfum fyrst og fremst að vinna eftir grunnstefnu Pírata.“

Leiðrétting: Í fréttinni var sagt það ganga í berhögg við stefnu Pírata að ganga í kosningabandalag. Það er ekki rétt. Rétt er að stefna Pírata gengur út á að allar ákvarðanir eru teknar af yfirvegun og með gagnrýnni hugsun og því er ekki tímabært að mati Jóns Þórs að segja af eða á um kosningabandalag á þessum tímapunkti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×