Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út á norðvesturlandi

Mynin er úr safni.
Mynin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í gærkvöldi vegna hvassviðris og snarpra vindhviða sem gengu yfir noðrvestanvert landið í gærkvöldi og fram á nótt. Plötur fuku af húsi á Hólmavík , járn var líka að losna af húsi á Sigðufirði og að minnstakosti sex trampólín hófu sig til flugs á Akureyri og hafnaði eitt þeirra á bíl og olli skemmdum.

Þá þurftu ökumenn um Steingrímsfjarðarheiði að fá aðstoð eftir að hafa ekið útaf í hálku, sem myndaðist vegna ísnála, sem bárust með vindinum og settust á veginn.

Þá var bálhvasst á Snæfellsnesi og varaði Vegagerðin fólk við að vera á ferð í húsbílum eða með dráttarvagna og er fréttastofu ekki kunnugt  um óhöpp vegna þess. Veður fór allstaðar að lægja þegar leið á nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×