Viðskipti innlent

Engar eignir í 350 milljóna gjaldþroti Goldfinger

ingvar haraldsson skrifar
Ásgeir Þór og synir ehf. átti og rak húsnæði skemmtistaðarins Goldfinger við Smiðjuveg 2 í Kópavogi.
Ásgeir Þór og synir ehf. átti og rak húsnæði skemmtistaðarins Goldfinger við Smiðjuveg 2 í Kópavogi. vísir/heiða
Engar eignir fundust í búi félagsins Ásgeir Þór og synir ehf. en ríflega 350 milljónum króna var lýst í þrotabúið samkvæmt því sem kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið átti og rak húsnæði skemmtistaðarins Goldfinger við Smiðjuveg 14 í Kópavogi.

Staðurinn sjálfur er þó enn rekinn af félagi í eigu Jaroslövu Davíðsdóttur, ekkju Ásgeirs Davíðsson­ar eða Geira á Gold­fin­ger, líkt og Mbl greinir frá.

Landsbankinn keypti húsnæðið árið 2012 eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Bankinn hefur haft húsnæðið til sölu síðan og hefur uppsett verð verið um 60 milljónir króna. Jaroslava hefur hins vegar viljað kaupa húsnæðið aftur en ekki fengið tekist að fjármagna kaupin.


Tengdar fréttir

Erfingjar Geira fá engan arf

Dánarbúi Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, hefur verið breytt í þrotabú og verður skipt þannig upp, en skuldir eru of miklar. Þetta kemur fram í viðtali við lögfræðinginn Jón G. Briem, sem fer með dánarbú Geira, og Viðskiptablaðið ræðir við á vef sínum.

Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger

Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger.

Karlar fækka fötum á konukvöldi

Margrét Júlía Rafnsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar segir bæjarstjórnina margoft hafa rætt að úthýsa skemmtistöðum sem bjóða upp á erótíska dansa. Ásdís Rán skipuleggur konukvöld á Spot í Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×