Sjálfstæðismenn vilja varanlega úrfærslu veiðigjalda Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 13:02 Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki vera vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna sem sjávarútvegsráðherra hafi ákveðið að hætta við að leggja fram fiskveiðistjórnunarfrumvarp á vorþingi. Hann vilji og voni að fram komi frumvarp um varanlega útfærslu á veiðigjöldunum sem breytingartillaga við núgildandi lög. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að leggja ekki fram heildarfrumvarp um stjórn fiskveiða á yfirstandandi vorþingi vegna of mikils pólitísks ágreinings um málið. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar segir ástæðuna ekki vera ágreining um málið milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé ekki víðtæk sátt um að fara leið sáttanefndar sem skipuð var af fyrri ríkisstjórn og skilaði af sér tillögum árið 2010. „Og mitt mat er það nú reyndar að stjórnarandstaðan á þingi í dag vilji ekki ná neinni sátt um þennan málaflokk,“ segir Jón En er það ekki að hengja bakara fyrir smið? Geta stjórnarflokkarnir ekki, ef þeir koma sér saman um málið, lagt fram frumvarp um það? „Jú, stjórnarflokkarnir geta auðvitað kosið að fara í mjög harðan pólitískan slag út af þessu máli,“ segir Jón. Í drögum ráðherra að frumvarpi er gert ráð fyrir að veiðirétturinn verði tryggður til 23ja ára með ákveðnum uppsagnarákvæðum og segir Jón minnihlutann á þingi hafa gert ágreining um það. En það sé ekki mikill munur á þeirri útfærslu og útfærslu sem verið hafi í frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar þáverandi sjávarútvegsráðherra árið 2013. Þessi ágreiningur krefjist þess að málið sé undirbúið betur og lagt fram á haustþingi.Ef það er alger eining innan stjórnarflokkanna og enginn greinarmunur á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í málinu, af hverju tekur ríkisstjórnin þá ekki slaginn? „Eins og ég segi og eins og þú orðar það sjálfur; það er þá slagur sem þarf að taka um málið. Þá er að mínum dómi tíminn á þessu þingi hreinlega orðinn of lítill,“ segir Jón. Það sé skoðanamunur milli stjórnarflokkanna en hann sé ekki djúpstæður. Hins vegar þarf ráðherra að leggja fram frumvarp um veiðigjöldin því þau hafa hingað til einungis verið afgreidd til eins árs í senn og stjórnarmeirihlutinn hefur lækkað þau í tvígang frá því ríkisstjórn tók við vorið 2013. Jón segir veiðigjaldanefnd hafa skilað góðri vinnu og grunni sem hægt sé að byggja á til lengri tíma varðandi álagningu veiðigjaldanna.Þá sem breytingu við núgildandi lög um stjórn fiskveiða og hún fari inn sem varanleg grein? „Já, fari inn sem varanleg grein. Ég held að við séum með allan grunn til að gera það. Um það verður örugglega deilt hvort veiðigjöldin eigi að vera einhverjir X milljarðar á móti tugum milljarða. Það hefur verið eilífðar deilumál. En ég held að sá grunnur sem hægt er að byggja á núna hafi aldrei verið eins traustur eins og fyrir liggur hjá veiðigjaldanefndinni í dag,“ segir Jón.Þannig að þú býst við að frumvarp í þá áttina líti dagsins ljós á þinginu á næstunni? „Ég á von á því og ég vona það,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki vera vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna sem sjávarútvegsráðherra hafi ákveðið að hætta við að leggja fram fiskveiðistjórnunarfrumvarp á vorþingi. Hann vilji og voni að fram komi frumvarp um varanlega útfærslu á veiðigjöldunum sem breytingartillaga við núgildandi lög. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að leggja ekki fram heildarfrumvarp um stjórn fiskveiða á yfirstandandi vorþingi vegna of mikils pólitísks ágreinings um málið. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar segir ástæðuna ekki vera ágreining um málið milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé ekki víðtæk sátt um að fara leið sáttanefndar sem skipuð var af fyrri ríkisstjórn og skilaði af sér tillögum árið 2010. „Og mitt mat er það nú reyndar að stjórnarandstaðan á þingi í dag vilji ekki ná neinni sátt um þennan málaflokk,“ segir Jón En er það ekki að hengja bakara fyrir smið? Geta stjórnarflokkarnir ekki, ef þeir koma sér saman um málið, lagt fram frumvarp um það? „Jú, stjórnarflokkarnir geta auðvitað kosið að fara í mjög harðan pólitískan slag út af þessu máli,“ segir Jón. Í drögum ráðherra að frumvarpi er gert ráð fyrir að veiðirétturinn verði tryggður til 23ja ára með ákveðnum uppsagnarákvæðum og segir Jón minnihlutann á þingi hafa gert ágreining um það. En það sé ekki mikill munur á þeirri útfærslu og útfærslu sem verið hafi í frumvarpi Steingríms J. Sigfússonar þáverandi sjávarútvegsráðherra árið 2013. Þessi ágreiningur krefjist þess að málið sé undirbúið betur og lagt fram á haustþingi.Ef það er alger eining innan stjórnarflokkanna og enginn greinarmunur á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í málinu, af hverju tekur ríkisstjórnin þá ekki slaginn? „Eins og ég segi og eins og þú orðar það sjálfur; það er þá slagur sem þarf að taka um málið. Þá er að mínum dómi tíminn á þessu þingi hreinlega orðinn of lítill,“ segir Jón. Það sé skoðanamunur milli stjórnarflokkanna en hann sé ekki djúpstæður. Hins vegar þarf ráðherra að leggja fram frumvarp um veiðigjöldin því þau hafa hingað til einungis verið afgreidd til eins árs í senn og stjórnarmeirihlutinn hefur lækkað þau í tvígang frá því ríkisstjórn tók við vorið 2013. Jón segir veiðigjaldanefnd hafa skilað góðri vinnu og grunni sem hægt sé að byggja á til lengri tíma varðandi álagningu veiðigjaldanna.Þá sem breytingu við núgildandi lög um stjórn fiskveiða og hún fari inn sem varanleg grein? „Já, fari inn sem varanleg grein. Ég held að við séum með allan grunn til að gera það. Um það verður örugglega deilt hvort veiðigjöldin eigi að vera einhverjir X milljarðar á móti tugum milljarða. Það hefur verið eilífðar deilumál. En ég held að sá grunnur sem hægt er að byggja á núna hafi aldrei verið eins traustur eins og fyrir liggur hjá veiðigjaldanefndinni í dag,“ segir Jón.Þannig að þú býst við að frumvarp í þá áttina líti dagsins ljós á þinginu á næstunni? „Ég á von á því og ég vona það,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira