Kraftakarlar kveinka sér undan Kastljósinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Sigmar sjálfur hefur notað prótein, þá þegar hann hefur verið að taka á því. Vísir greindi frá því í gær að margir þeirra sem eru í líkamsræktargeiranum hafi verið býsna ósáttir við umfjöllun Kastljóssins í vikunni; þá um fæðubótarefni en þar kom fram að þau væru heilbrigðum einstaklingum óþörf. Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og vaxtarræktarmaður er ósáttur og segir þessa umfjöllun lýsa mikilli vanþekkingu. Og Egill Einarsson líkamsræktarfrömuður segir lyfjafræðinga með allt niðrum sig.Viðtal Frosta og Mána við Egil í útvarpsþættinum Harmageddon vegna málsins er hér að neðan. Og, þeim í Kastljósinu hafa borist kvartanir vegna málsins. „Það eru ekki margir sem hafa kvartað, en okkur hafa borist einhver bréf eins og oft gerist eftir umfjallanir miðla, það þekkja flestir blaðamenn,“ segir Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins. „En, þar sem við erum ágætlega nettengd hér á RÚV höfum við alveg sé að fólk hefur miklar skoðanir á þessu máli. Sem er bara gott.“Margir sem hafa hagsmuni af fæðubótarefnumÞað fer sem sagt ekkert á milli mála að þetta umfjöllunarefni er viðkvæmt. Sigmar segir það koma á óvart, bæði og: „Það er kannski að hluta til vegna þess að það eru mjög margir sem nota þessi efni. Margir sem hafa hagsmuni af því sem flytja þau inn, og svo eru náttúrlega margir íþróttamenn sem eru með samninga og auglýsa þessi efni. Þannig að við skiljum það, og það er eðlilegt, að fólk hafi skoðanir á þessari umfjöllun. Fyrr mætti nú vera. En okkur finnst gæta svolítils misskilnings í gagnrýninni. Það kom hvergi fram í okkar umfjöllun að fólk þyrfti almennt aldrei á þessum efnum að halda. Það kom fram að venjulegt fólk, sem æfir ekki eins og afreksmenn, því fólki dugi að borða holla fæðu. En það kom líka skýrt frama að þeir sem æfa mjög mikið geta haft gagn af svona efnum. Það kom líka fram að það er ekkert eftirlit með þessu, eða sáralítið, og að umræða frá öðrum löndum sýnir það að í sumum tilfellum er um að ræða snákaolíu; rangar innhaldslýsingar.“Sigmar sjálfur hefur notað próteinSigmar segir þannig að eftir á að hyggja ættu þessi miklu og hörðu viðbrögð ekki að þurfa að koma svo á óvart. „Eins og ég segi, fólk sem notar mikið af þessum efnum er kannski ekki tilbúið að kaupa þetta. En okkar umfjöllun byggir mikið til á áliti vísindamanna. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem heilbrigðisstarfsmenn, læknar og aðrir og starfsmenn lyfjastofnunar, hafa einfaldlega áhyggjur af því að neysla þessara efna sé alltof mikil.“ Og, Sigmar boðar áframhaldandi umfjöllun, í kvöld verður rætt við Ásdísi Hjálmsdóttur, ólympíufara og afreksmann, sem æfir bæði mjög mikið og er lyfjafræðingur. Hún hefur tvennskonar sjónarhorn á þetta.En, hvernig er það með þig sjálfan, nú ert þú í góðu formi... hefur þú notað fæðubótarefni? „Ég hef stundum, þegar ég æfi mikið, notað prótein. En það er bara þegar ég er í einhverjum ákafa, sem er alls ekki alltaf,“ segir Sigmar Guðmundsson. Tengdar fréttir Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að margir þeirra sem eru í líkamsræktargeiranum hafi verið býsna ósáttir við umfjöllun Kastljóssins í vikunni; þá um fæðubótarefni en þar kom fram að þau væru heilbrigðum einstaklingum óþörf. Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og vaxtarræktarmaður er ósáttur og segir þessa umfjöllun lýsa mikilli vanþekkingu. Og Egill Einarsson líkamsræktarfrömuður segir lyfjafræðinga með allt niðrum sig.Viðtal Frosta og Mána við Egil í útvarpsþættinum Harmageddon vegna málsins er hér að neðan. Og, þeim í Kastljósinu hafa borist kvartanir vegna málsins. „Það eru ekki margir sem hafa kvartað, en okkur hafa borist einhver bréf eins og oft gerist eftir umfjallanir miðla, það þekkja flestir blaðamenn,“ segir Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins. „En, þar sem við erum ágætlega nettengd hér á RÚV höfum við alveg sé að fólk hefur miklar skoðanir á þessu máli. Sem er bara gott.“Margir sem hafa hagsmuni af fæðubótarefnumÞað fer sem sagt ekkert á milli mála að þetta umfjöllunarefni er viðkvæmt. Sigmar segir það koma á óvart, bæði og: „Það er kannski að hluta til vegna þess að það eru mjög margir sem nota þessi efni. Margir sem hafa hagsmuni af því sem flytja þau inn, og svo eru náttúrlega margir íþróttamenn sem eru með samninga og auglýsa þessi efni. Þannig að við skiljum það, og það er eðlilegt, að fólk hafi skoðanir á þessari umfjöllun. Fyrr mætti nú vera. En okkur finnst gæta svolítils misskilnings í gagnrýninni. Það kom hvergi fram í okkar umfjöllun að fólk þyrfti almennt aldrei á þessum efnum að halda. Það kom fram að venjulegt fólk, sem æfir ekki eins og afreksmenn, því fólki dugi að borða holla fæðu. En það kom líka skýrt frama að þeir sem æfa mjög mikið geta haft gagn af svona efnum. Það kom líka fram að það er ekkert eftirlit með þessu, eða sáralítið, og að umræða frá öðrum löndum sýnir það að í sumum tilfellum er um að ræða snákaolíu; rangar innhaldslýsingar.“Sigmar sjálfur hefur notað próteinSigmar segir þannig að eftir á að hyggja ættu þessi miklu og hörðu viðbrögð ekki að þurfa að koma svo á óvart. „Eins og ég segi, fólk sem notar mikið af þessum efnum er kannski ekki tilbúið að kaupa þetta. En okkar umfjöllun byggir mikið til á áliti vísindamanna. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem heilbrigðisstarfsmenn, læknar og aðrir og starfsmenn lyfjastofnunar, hafa einfaldlega áhyggjur af því að neysla þessara efna sé alltof mikil.“ Og, Sigmar boðar áframhaldandi umfjöllun, í kvöld verður rætt við Ásdísi Hjálmsdóttur, ólympíufara og afreksmann, sem æfir bæði mjög mikið og er lyfjafræðingur. Hún hefur tvennskonar sjónarhorn á þetta.En, hvernig er það með þig sjálfan, nú ert þú í góðu formi... hefur þú notað fæðubótarefni? „Ég hef stundum, þegar ég æfi mikið, notað prótein. En það er bara þegar ég er í einhverjum ákafa, sem er alls ekki alltaf,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Tengdar fréttir Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08