Kraftakarlar kveinka sér undan Kastljósinu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Sigmar sjálfur hefur notað prótein, þá þegar hann hefur verið að taka á því. Vísir greindi frá því í gær að margir þeirra sem eru í líkamsræktargeiranum hafi verið býsna ósáttir við umfjöllun Kastljóssins í vikunni; þá um fæðubótarefni en þar kom fram að þau væru heilbrigðum einstaklingum óþörf. Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og vaxtarræktarmaður er ósáttur og segir þessa umfjöllun lýsa mikilli vanþekkingu. Og Egill Einarsson líkamsræktarfrömuður segir lyfjafræðinga með allt niðrum sig.Viðtal Frosta og Mána við Egil í útvarpsþættinum Harmageddon vegna málsins er hér að neðan. Og, þeim í Kastljósinu hafa borist kvartanir vegna málsins. „Það eru ekki margir sem hafa kvartað, en okkur hafa borist einhver bréf eins og oft gerist eftir umfjallanir miðla, það þekkja flestir blaðamenn,“ segir Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins. „En, þar sem við erum ágætlega nettengd hér á RÚV höfum við alveg sé að fólk hefur miklar skoðanir á þessu máli. Sem er bara gott.“Margir sem hafa hagsmuni af fæðubótarefnumÞað fer sem sagt ekkert á milli mála að þetta umfjöllunarefni er viðkvæmt. Sigmar segir það koma á óvart, bæði og: „Það er kannski að hluta til vegna þess að það eru mjög margir sem nota þessi efni. Margir sem hafa hagsmuni af því sem flytja þau inn, og svo eru náttúrlega margir íþróttamenn sem eru með samninga og auglýsa þessi efni. Þannig að við skiljum það, og það er eðlilegt, að fólk hafi skoðanir á þessari umfjöllun. Fyrr mætti nú vera. En okkur finnst gæta svolítils misskilnings í gagnrýninni. Það kom hvergi fram í okkar umfjöllun að fólk þyrfti almennt aldrei á þessum efnum að halda. Það kom fram að venjulegt fólk, sem æfir ekki eins og afreksmenn, því fólki dugi að borða holla fæðu. En það kom líka skýrt frama að þeir sem æfa mjög mikið geta haft gagn af svona efnum. Það kom líka fram að það er ekkert eftirlit með þessu, eða sáralítið, og að umræða frá öðrum löndum sýnir það að í sumum tilfellum er um að ræða snákaolíu; rangar innhaldslýsingar.“Sigmar sjálfur hefur notað próteinSigmar segir þannig að eftir á að hyggja ættu þessi miklu og hörðu viðbrögð ekki að þurfa að koma svo á óvart. „Eins og ég segi, fólk sem notar mikið af þessum efnum er kannski ekki tilbúið að kaupa þetta. En okkar umfjöllun byggir mikið til á áliti vísindamanna. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem heilbrigðisstarfsmenn, læknar og aðrir og starfsmenn lyfjastofnunar, hafa einfaldlega áhyggjur af því að neysla þessara efna sé alltof mikil.“ Og, Sigmar boðar áframhaldandi umfjöllun, í kvöld verður rætt við Ásdísi Hjálmsdóttur, ólympíufara og afreksmann, sem æfir bæði mjög mikið og er lyfjafræðingur. Hún hefur tvennskonar sjónarhorn á þetta.En, hvernig er það með þig sjálfan, nú ert þú í góðu formi... hefur þú notað fæðubótarefni? „Ég hef stundum, þegar ég æfi mikið, notað prótein. En það er bara þegar ég er í einhverjum ákafa, sem er alls ekki alltaf,“ segir Sigmar Guðmundsson. Tengdar fréttir Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að margir þeirra sem eru í líkamsræktargeiranum hafi verið býsna ósáttir við umfjöllun Kastljóssins í vikunni; þá um fæðubótarefni en þar kom fram að þau væru heilbrigðum einstaklingum óþörf. Ívar Guðmundsson útvarpsmaður og vaxtarræktarmaður er ósáttur og segir þessa umfjöllun lýsa mikilli vanþekkingu. Og Egill Einarsson líkamsræktarfrömuður segir lyfjafræðinga með allt niðrum sig.Viðtal Frosta og Mána við Egil í útvarpsþættinum Harmageddon vegna málsins er hér að neðan. Og, þeim í Kastljósinu hafa borist kvartanir vegna málsins. „Það eru ekki margir sem hafa kvartað, en okkur hafa borist einhver bréf eins og oft gerist eftir umfjallanir miðla, það þekkja flestir blaðamenn,“ segir Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóssins. „En, þar sem við erum ágætlega nettengd hér á RÚV höfum við alveg sé að fólk hefur miklar skoðanir á þessu máli. Sem er bara gott.“Margir sem hafa hagsmuni af fæðubótarefnumÞað fer sem sagt ekkert á milli mála að þetta umfjöllunarefni er viðkvæmt. Sigmar segir það koma á óvart, bæði og: „Það er kannski að hluta til vegna þess að það eru mjög margir sem nota þessi efni. Margir sem hafa hagsmuni af því sem flytja þau inn, og svo eru náttúrlega margir íþróttamenn sem eru með samninga og auglýsa þessi efni. Þannig að við skiljum það, og það er eðlilegt, að fólk hafi skoðanir á þessari umfjöllun. Fyrr mætti nú vera. En okkur finnst gæta svolítils misskilnings í gagnrýninni. Það kom hvergi fram í okkar umfjöllun að fólk þyrfti almennt aldrei á þessum efnum að halda. Það kom fram að venjulegt fólk, sem æfir ekki eins og afreksmenn, því fólki dugi að borða holla fæðu. En það kom líka skýrt frama að þeir sem æfa mjög mikið geta haft gagn af svona efnum. Það kom líka fram að það er ekkert eftirlit með þessu, eða sáralítið, og að umræða frá öðrum löndum sýnir það að í sumum tilfellum er um að ræða snákaolíu; rangar innhaldslýsingar.“Sigmar sjálfur hefur notað próteinSigmar segir þannig að eftir á að hyggja ættu þessi miklu og hörðu viðbrögð ekki að þurfa að koma svo á óvart. „Eins og ég segi, fólk sem notar mikið af þessum efnum er kannski ekki tilbúið að kaupa þetta. En okkar umfjöllun byggir mikið til á áliti vísindamanna. Þetta er náttúrlega bara eitthvað sem heilbrigðisstarfsmenn, læknar og aðrir og starfsmenn lyfjastofnunar, hafa einfaldlega áhyggjur af því að neysla þessara efna sé alltof mikil.“ Og, Sigmar boðar áframhaldandi umfjöllun, í kvöld verður rætt við Ásdísi Hjálmsdóttur, ólympíufara og afreksmann, sem æfir bæði mjög mikið og er lyfjafræðingur. Hún hefur tvennskonar sjónarhorn á þetta.En, hvernig er það með þig sjálfan, nú ert þú í góðu formi... hefur þú notað fæðubótarefni? „Ég hef stundum, þegar ég æfi mikið, notað prótein. En það er bara þegar ég er í einhverjum ákafa, sem er alls ekki alltaf,“ segir Sigmar Guðmundsson.
Tengdar fréttir Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Urgur í ræktinni vegna umfjöllunar Þóru Arnórs Ívar Guðmundsson segir umfjöllun Kastljóss um fæðubótarefni mörkuð af vanþekkingu. 18. febrúar 2015 16:08