Innlent

Stuttur fundur og árangurslaus

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Samninganefnd BHM kemur sér fyrir hjá Ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær.
Samninganefnd BHM kemur sér fyrir hjá Ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær. Fréttablaðið/Ernir
Kjaramál Staðan í kjaradeilu Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkisins er óbreytt eftir stuttan samningafund í húsnæði ríkissáttasemjara síðdegis í gær.

Ríkissáttasemjari hafði boðað til fundar í deilunni klukkan þrjú og var fundi lokið nokkrum mínútum síðar.

„Sáttasemjara ber að boða til fundar innan tiltekins tíma í þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM um fundinn í gær, en hálfur mánuður er frá því samninganefndirnar hittust síðast.

„En það kom ekkert nýtt fram á þessum fundi. Samninganefnd ríkisins hafði ekkert nýtt fram að færa þannig að þetta var bara stuttur og árangurslaus fundur.“

Miðað við þá stöðu sem uppi er segir Þórunn því virðast sem stefni í að gerðardómur fái það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna, en lög sem sett voru á verkfalla BHM gera ráð fyrir að dómurinn verði skipaður hafi ekki samist fyrir mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×