Bryndís leitar ungu mannanna sem héldu á henni hita eftir alvarlegt bílslys Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2015 10:36 Tveir strákar komu Bryndísi til bjargar fyrir átta árum og leitar Bryndís þeirra. Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen lenti í alvarlegu bílslysi vorið 2007. Reykjavíkurmærin 24 ára var farþegi í bíl í Öræfasveit, nærri sveitabænum Kvískeri, þegar bíllinn fór útaf veginum. Bryndís Gyða fékk lífshættulega innvortis áverka, ýmis brot á fótum og fór einnig úr mjaðmalið. Tveir strákar komu Bryndísi til bjargar fyrir átta árum og leitar Bryndís þeirra. Hún segist í samtali við Vísi hafa fengið nokkrar ábendingar í kjölfar þess að hún birti færslu um efnið á Facebook í gær. Hún hafi þó ekki enn fundið strákana sem í dag eru vafalítið ungir menn. „Það er bara verst að það er svo langt síðan. Ég átta mig ekki á því hvað þeir voru gamlir á þessum tíma. Ég var bara 15 ára krakki í tíunda bekk á þessum tíma og þetta er í mikilli móðu. Þeir hafa verið eitthvað eldri en ég og það hefur alltaf verið fast í mér að þeir væru frá Selfossi en það þarf ekki að vera rétt.“ Hún segir í samtali við Vísi hafa leitað til lögreglu í þeirri von um að þar væri að finna nöfn drengjanna. Svo var því miður ekki. Bryndís lýsir því í færslunni hvernig hún hafi legið á veginum og ekki getað hreyft sig. Henni hafi verið kalt og hún gleymi því aldrei hve þyrst hún var. „Einhverntímann eftir að ég rankaði við mér stoppaði bíll og ef ég man rétt voru a.m.k. tveir strákar, ungir, sem stigu út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. Þeir sáu strax að ég var slösuð og fundu hvað mér var kalt og byrjuðu þá að taka sængurnar sínar úr bílnum og setja utan um mig til að reyna að halda á mér hita,“ segir Bryndís í færslunni. Þeir voru svo hjá Bryndísi alveg þangað til að sjúkrabíllinn kom. Þessara manna leitar Bryndís Gyða í dag af þeirri einföldu ástæðu að hún vill þakka þeim fyrir hjálpina. Hvetur hún fólk til að hjálpa sér við leitina með því að deila á Facebook.Nú langar mig að láta reyna á mátt Facebook. Þann 27 maí árið 2007 breyttist ýmislegt í mínu lífi. Ég var farþegi í bíl...Posted by Bryndis Gyda Michelsen on Tuesday, June 23, 2015 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen lenti í alvarlegu bílslysi vorið 2007. Reykjavíkurmærin 24 ára var farþegi í bíl í Öræfasveit, nærri sveitabænum Kvískeri, þegar bíllinn fór útaf veginum. Bryndís Gyða fékk lífshættulega innvortis áverka, ýmis brot á fótum og fór einnig úr mjaðmalið. Tveir strákar komu Bryndísi til bjargar fyrir átta árum og leitar Bryndís þeirra. Hún segist í samtali við Vísi hafa fengið nokkrar ábendingar í kjölfar þess að hún birti færslu um efnið á Facebook í gær. Hún hafi þó ekki enn fundið strákana sem í dag eru vafalítið ungir menn. „Það er bara verst að það er svo langt síðan. Ég átta mig ekki á því hvað þeir voru gamlir á þessum tíma. Ég var bara 15 ára krakki í tíunda bekk á þessum tíma og þetta er í mikilli móðu. Þeir hafa verið eitthvað eldri en ég og það hefur alltaf verið fast í mér að þeir væru frá Selfossi en það þarf ekki að vera rétt.“ Hún segir í samtali við Vísi hafa leitað til lögreglu í þeirri von um að þar væri að finna nöfn drengjanna. Svo var því miður ekki. Bryndís lýsir því í færslunni hvernig hún hafi legið á veginum og ekki getað hreyft sig. Henni hafi verið kalt og hún gleymi því aldrei hve þyrst hún var. „Einhverntímann eftir að ég rankaði við mér stoppaði bíll og ef ég man rétt voru a.m.k. tveir strákar, ungir, sem stigu út úr bílnum til að athuga hvað væri í gangi. Þeir sáu strax að ég var slösuð og fundu hvað mér var kalt og byrjuðu þá að taka sængurnar sínar úr bílnum og setja utan um mig til að reyna að halda á mér hita,“ segir Bryndís í færslunni. Þeir voru svo hjá Bryndísi alveg þangað til að sjúkrabíllinn kom. Þessara manna leitar Bryndís Gyða í dag af þeirri einföldu ástæðu að hún vill þakka þeim fyrir hjálpina. Hvetur hún fólk til að hjálpa sér við leitina með því að deila á Facebook.Nú langar mig að láta reyna á mátt Facebook. Þann 27 maí árið 2007 breyttist ýmislegt í mínu lífi. Ég var farþegi í bíl...Posted by Bryndis Gyda Michelsen on Tuesday, June 23, 2015
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira