Innlent

Þau sóttu um stöður skólameistara Kvennó, FÍV og FSN

Atli Ísleifsson skrifar
Við Kvennaskólann í Reykjavík.
Við Kvennaskólann í Reykjavík. Vísir/Valli
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt lista yfir þá sem sóttu um stöður skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Kvennaskólans í Reykjavík og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga rann út föstudaginn 5. júní sl. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust þrjár umsóknir um stöðuna.

Umsækjendur eru Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Sigurlína H. Styrmisdóttir og Vala Ósk Bergsveinsdóttir. Miðað er við að ráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi, að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefnda.

Kvennaskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík rann út föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Sex umsóknir bárust. Umsækjendur eru Guðrún Ragnarsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir,  Hjalti Jón Sveinsson, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Kristján Bjarni Halldórsson og Vala Ósk Bergsveinsdóttir.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum rann út föstudaginn 11. júní síðastliðinn. Helga Kristín Kolbeinsdóttir sótti ein um stöðuna. Miðað er við að ráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi, að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×