Innlent

Gerðardómur ekki úr sögunni þrátt fyrir undirritun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum að undanförnu.
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum að undanförnu. Vísir/ernir
Af samtölum Vísis við hjúkrunarfræðinga að dæma er töluverð ólga í þeirra röðum með nýundirritaða kjarasamninga og talið ólíklegt að félagsmenn samþykki hann í atkvæðagreiðslunni sem lýkur 15 júlí.

Margir hafa látið í veðri vaka að gengið hafi verið að þessum samningum með það eitt að markmið að forðast úrskurð gerðardóms í málinu sem átti að taka til starfa 1. júlí næstkomandi - hefði ekki náðst samkomulag fyrir þann tíma.

Ákvarðanir dómsins eru bindandi og samkvæmt lögunum sem sett voru á verkfall hjúkrunarfræðinga og BHM þann 13. júní síðastliðinn er honum gert að „hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og, eftir atvikum, kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí 2015

Þá er honum einnig gert að hafa ti hliðsjónar almenna þróun kjaramála hér á landi og þá skal hann við ákvarðanirnar sínar jafnframt gæta að stöðugleika efnahagsmála.

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sagði markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA


Í samtali við Vísi í morgun sagði Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að hann legði þann skilning í lögin að gerðardómur væri með undirrituninni í gær úr sögunni og ekki myndi koma til skipunar hans úr þessu. Því teldi hann að aftur yrði sest að samningaborðinu fari svo að samningarnir verði felldir í næsta mánuði.

Í sama streng tekur Magnús Norðdahl, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hann segir að þó að þær aðstæður sem gætu skapast séu í raun fordæmalausar - enda séu lagasetningar á verkföll og skipun gerðardóms í framhaldinu tiltölulega sjaldgæf á íslenskum vinnumarkaði - þyki honum skýrt í orðalagi laganna að gerðardómur verði ekki kallaður til enda hafi samningar náðst. 



„Þegar um inngrip í mannréttindi er að ræða, eins og í þessu tilviki, hefur verið hefð fyrir því að túlka lögin eftir orðanna hljóðan og þröngt þannig að gerðardóm verður ekki skipaður úr þessu," segir Magnús.

Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í vinnurétti, er þó á öðru máli. 

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaðurVísir/GVA
„Ef að samningurinn er felldur þá er það þannig að lögin standa sem slík, það er bann á verkfallið, þannig að þeim er gert áfram að vinna. Það eru komin drög að samningi og ef að hann er felldur þá taka lögin við," segir Lára en þau kveði skýrt á um skipun gerðardóms, náist ekki samningar.

Gerðardómur verði þó ekki kallaður til 1. júlí, einfaldlega vegna þess að þá hefur kosningu um samninginn ekki lokið, en Lára gerir ráð fyrir hann yrði kallaður til um leið og niðurstöður liggja fyrir - það er segja þann 15. júlí.

Lára segir að því sé ekki að neita að hjúkrunarfræðingum sé óneitanlega stillt upp við vegg í þessu máli og ríkið hafi í raun enn öll tromp á hendi í þessu máli. 


Tengdar fréttir

Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH

Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×