Innlent

Dulúðlegur „þokufoss“ á Djúpadal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þokan er mjög þykk og fer fram af bjarginu eins og foss.
Þokan er mjög þykk og fer fram af bjarginu eins og foss.
Myndband sem Kjartan Gunnsteinsson birti á Facebook-síðu sinni síðastliðinn mánudag af þoku við Látrabjarg, nánar tiltekið á Djúpadal, hefur vakið mikla athygli.

Á myndbandinu má sjá hversu þykk þokan er og hvernig hún fer fram af bjarginu eins og foss en hún liggur jafnframt yfir stóru landsvæði á dalnum.

Einhverjir halda að myndirnar sem ég setti inn af þokunni á Látrabjargi hafi verið teknar með einhverjum fídusum, en þær eru bara "snapshot" teknar á símann minn. Hér er video af þokunni á Djúpadal.

Posted by Kjartan Gunnsteinsson on Monday, 22 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×