Innlent

Efins um ágæti hreindýraeldis

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Aukin landnýting fylgir eldi.
Aukin landnýting fylgir eldi. vísir/vilhelm
Starfshópur um hreindýraeldi afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra niðurstöðu vinnu sinnar í gær.

Í niðurstöðunum kemur fram að ekki þyki æskilegt að hefja hreindýraeldi á Íslandi ef enn á að vernda villta hreindýrastofna.

Meðal rökstuðnings er aukin sjúkdómshætta í tengslum við samgang eldisdýra og villtra dýra.

Þá er einnig talið að eldisbúskap á hreindýrum fylgi umtalsverð breyting á landnýtingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×