Áhætta í umsvifum á norðurslóðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2015 00:01 Rannsóknir skortir á norðurslóðum svo hægt sé að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig verði farið í framkvæmdir þar. fréttablaðið/valli Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira