Búist við átökum um virkjanakosti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 15:37 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Umdeild breytingartillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um fjölgun virkjanakosta kemur til síðari umræðu á Alþingi í dag. Búast má við snörpum umræðum um tillöguna en stjórnarandstaðan telur hana brjóta gegn lögum um rammaáætlun. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi umhverfisráðherra lagði fram þingasályktunartillögu á síðasta ári um um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem gert var ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar upplýsti síðan að hann myndi leggja fram tillögu um að virkjunarkostum yrði fjölgað um átta ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi. Eftir það hefur meirihluti atvinnuveganefndar fækkað þeim virkjanakostum sem hún leggur til að fari í nýtingarflokk og gerir nú tillögu um Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun og Hagavatnsvirkjun auk Hvammsvirkjunar sem var í upprunalegri tillögu ráðherra. Í nefndaráliti meirihlutans segir að auk Hvammsvirkjunar hafi Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun verið í nýtingarflokki í niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í öðrum áfanga og byggi tillaga meirihlutans einkum á þeirri niðurstöðu. En það var Hagavatnsvirkjun hins vegar ekki. Jón Gunnarsson telur að Alþingi nái að afgreiða málið þótt aðeins séu níu þingfundadagar eftir af vorþingi. „Já, já ég hef fulla trú á því. Það er mjög mikilvægt að þetta mál klárist og ég á ekki von á öðru en það geri það á þessu þingi,“ segir Jón. Hann segir margar ástæður fyrir því að mikilvægt sé að klára þetta mál á yfirstandandi þingi. Fram hafi komið, m.a. á nýlegum aðalfundi Landsvirkunar, að nauðsynlegt sé að fleiri virkjanakostir séu til reiðu.Er skortur á rafmagni í kerfið?„Já, ég held að það blasi við miðað við þau tækifæri sem eru fyrir framan okkur og þann áhuga sem er hjá erlendum fjárfestum í fjölbreyttum atvinnurekstri að koma hingað til lands með atvinnustarfsemi. Þá held ég að það blasi við öllum,“ segir Jón. Stóriðjan hafi til að mynda skilað almenningi á Íslandi lægra raforkuverði. Hins vegar liggi ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar varðandi sölu á rafmagni um sæstreng til útlanda. „Það er mjög mikilvægt að mínu mati að hraða vinnu við það. Þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu og við getum tekið um það málefnalega umræðu,“ segir Jón. Mikil andstaða er við þetta mál hjá stjórnarandstöðunni en Jón telur þó ekki þörf á að lengja í þingstörfum vegna þessa máls. „Reynslan sýnir okkur að á endanum náum við að semja um þessi þinglok með einum eða öðrum hætti. Ég á ekki von á að við þurfum að lengja eitthvað sérstaklega í þinginu út af þessu máli. En það eru svosem mörg önnur mál eftir. Það verður bara að koma í ljós hvernig forseta tekst að eiga við það mál með formönnum þingflokkanna,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Tengdar fréttir Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta. 2. maí 2015 12:00