Valkyrjur og víkingar Anna Eyvör Ragnarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar