Valkyrjur og víkingar Anna Eyvör Ragnarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að búa í nágrenni við einn skemmtilegasta leikvöll á Stór-Reykjavíkursvæðinu og hefur aðsókn að honum verið mér uppspretta gleði og undrunar á hverjum degi nú á vordögum. Eins og flestir vita eru allflestir róluvellir þessa lands hannaðir á svipaðan hátt. Börnin byrja að leika sér á þessum völlum strax þegar þau byrja í leikskóla og þessir vellir eiga síðan að uppfylla leikþörf þeirra, örva ímyndunarafl og sköpunargleði. Á þessum völlum eru nokkrar rólur, vegasalt, rennibraut, sandkassi og á einstaka stað klifurkastali. Allt er þetta byggt eftir sama staðli, líflaust, óspennandi og sterilt. Krakkar í dag eru mötuð á afþreyingu, þau eru oft aðeins móttakendur en ekki gerendur og það veldur okkur áhyggjum. Við sem komin erum á miðjan aldur sjáum gjarnan í hillingum horfna æsku þar sem leikir eins og fallin spýtan, stórfiskaleikur, brennó og fleira er okkur í fersku minni og við hörmum að börnin okkar og barnabörn njóti ekki þess frelsis og útiveru sem við nutum. Náttúran og fjaran var leiksvæði okkar og þannig tengdumst við oft sjómennsku og sveitastörfum í gegnum leik. Tímarnir breytast og við þurfum að horfast í augu við annan veruleika og verðum að skapa börnum vettvang sem hæfir krafti þeirra, útsjónarsemi og hreyfiþörf. Leikvöllurinn sem ég er að tala um er á Mýrargötunni og er í ófullkomleik sínum listaverk. Hann örvar ímyndunaraflið, æfir jafnvægi og styrk, eykur hugrekki og þor og er að öllu leyti andstæða hinna venjulegu leikvalla sem börnum þessa lands er boðið upp á. Í vor þegar stundaskrá grunnskólanema er aðeins sveigjanlegri hafa margir notað tækifærið og heimsótt leiksvæðið og það hefur verið yndislegt að horfa á krakka á öllum aldri klifra, hanga, sveifla sér og almennt nýta sér það sem svæðið hefur upp á að bjóða og er greinilegt að ímyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett. Fyrir hátíð hafsins, sem var helgina 6.-7. júní, var bætt við fleiri þrautum og tækjum undir stjórn Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahönnuðar og þrátt fyrir slæmt veður var völlurinn troðfullur báða dagana og bæði börn og fullorðnir á öllum aldri skemmtu sér stórkostlega. Það má líka nota þennan völl til útikennslu þar sem efniviður hans tengist að mestu hafinu og sjómennsku og væri jafnvel hægt að vera í samvinnu við Sjóminjasafnið. Almennir leikvellir hafa ekki skírskotun til neins í daglegu lífi okkar eða fortíð og úr því má bæta með leiksvæðum af svipuðum toga eða skapa nýja með aðra nálgun. Það er til fullt af fallegum svæðum, t.d Fossvogsdalurinn, Elliðaárdalurinn, Klambratúnið, Hljómskálagarðurinn o.fl. Síðast en ekki síst er efniviðurinn að mestu ókeypis fyrir borgina! Við skulum hætta að fjargviðrast yfir inniveru og tölvunotkun ungmenna en skapa þeim vettvang sem sæmir þeim og hæfileikum þeirra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun