Space Jam 2 loksins væntanleg? Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 14:14 Svona geta gárungarnir sér til um að væntanleg auglýsing fyrir myndina gæti litið út. Mynd/Roadshow Nú er talið að framhald hinnar geysivinsælu geimkörfuboltateiknimyndar Space Jam gæti loks verið að líta dagsins ljós eftir þráláta og loðna orðróma þess efnis á síðustu misserum. Það sem meira er, allar líkur eru taldar á því að körfuboltamaðurinn Lebron James muni fara með aðalhlutverkið á samt þeim Kalla Kanínu, Oddi önd og öllum hinum í Looney Tunes-genginu. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros tilkynnti í gær að það hefði hafið „fordæmalaust“ þróunarsamstarf við fyrrnefndan James sem spannaði fjölbreytt verkefni. Þó svo að tilkynningin frá fyrirtækinu hafi verið rýr var þó tekið fram að „hins skapandi fótspors“ körfuboltastjörnunnar myndi gæta „á öllum sviðum“ fyrirtækisins. Þá endurnýjaði Warner Bros höfundarrétt sinn á Space Jam í liðnum mánuði og er þetta allt talið renna stoðum undir þann orðróm að framhald sé væntanlegt og að James fari með aðalhlutverkið. Körfuboltamaðurinn hefur ætíð neitað orðrómum þess efnis en hann gaf þó í skyn í fyrra að hann myndi ekki hafna tækifærinu, ef það byðist. „Ég hef ætíð elskað Space Jam. Hún var ein uppáhalds bíómyndin mín þegar ég var að vaxa úr grasi. Ef ég fengi tækifærið, þá væri það frábært,“ sagði James í samtali við South Florida Sun Sentinel. Space Jam kom út árið 1996 og fjallar í aðra röndina um ákvörðun körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan að leggja körfuboltaskóna á hilluna og taka sér hafnaboltakylfu í hönd. Það skapaði honum töluverðar óvinsældir á sínum tíma og er allar götur síðan talið að samstarf hans og Kalla kanínu hafi verið til þess að lagfæra orðspor hetjunnar. Lebron James bakaði sér sömuleiðis töluverðar óvinsældir þegar hann sagði skilið við Cleveland Cavaliers árið 2010. Gæti Space Jam 2 fjallað um þá ákvörðun? Það getur aðeins tíminn leitt í ljós. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Nú er talið að framhald hinnar geysivinsælu geimkörfuboltateiknimyndar Space Jam gæti loks verið að líta dagsins ljós eftir þráláta og loðna orðróma þess efnis á síðustu misserum. Það sem meira er, allar líkur eru taldar á því að körfuboltamaðurinn Lebron James muni fara með aðalhlutverkið á samt þeim Kalla Kanínu, Oddi önd og öllum hinum í Looney Tunes-genginu. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros tilkynnti í gær að það hefði hafið „fordæmalaust“ þróunarsamstarf við fyrrnefndan James sem spannaði fjölbreytt verkefni. Þó svo að tilkynningin frá fyrirtækinu hafi verið rýr var þó tekið fram að „hins skapandi fótspors“ körfuboltastjörnunnar myndi gæta „á öllum sviðum“ fyrirtækisins. Þá endurnýjaði Warner Bros höfundarrétt sinn á Space Jam í liðnum mánuði og er þetta allt talið renna stoðum undir þann orðróm að framhald sé væntanlegt og að James fari með aðalhlutverkið. Körfuboltamaðurinn hefur ætíð neitað orðrómum þess efnis en hann gaf þó í skyn í fyrra að hann myndi ekki hafna tækifærinu, ef það byðist. „Ég hef ætíð elskað Space Jam. Hún var ein uppáhalds bíómyndin mín þegar ég var að vaxa úr grasi. Ef ég fengi tækifærið, þá væri það frábært,“ sagði James í samtali við South Florida Sun Sentinel. Space Jam kom út árið 1996 og fjallar í aðra röndina um ákvörðun körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan að leggja körfuboltaskóna á hilluna og taka sér hafnaboltakylfu í hönd. Það skapaði honum töluverðar óvinsældir á sínum tíma og er allar götur síðan talið að samstarf hans og Kalla kanínu hafi verið til þess að lagfæra orðspor hetjunnar. Lebron James bakaði sér sömuleiðis töluverðar óvinsældir þegar hann sagði skilið við Cleveland Cavaliers árið 2010. Gæti Space Jam 2 fjallað um þá ákvörðun? Það getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira