Space Jam 2 loksins væntanleg? Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 14:14 Svona geta gárungarnir sér til um að væntanleg auglýsing fyrir myndina gæti litið út. Mynd/Roadshow Nú er talið að framhald hinnar geysivinsælu geimkörfuboltateiknimyndar Space Jam gæti loks verið að líta dagsins ljós eftir þráláta og loðna orðróma þess efnis á síðustu misserum. Það sem meira er, allar líkur eru taldar á því að körfuboltamaðurinn Lebron James muni fara með aðalhlutverkið á samt þeim Kalla Kanínu, Oddi önd og öllum hinum í Looney Tunes-genginu. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros tilkynnti í gær að það hefði hafið „fordæmalaust“ þróunarsamstarf við fyrrnefndan James sem spannaði fjölbreytt verkefni. Þó svo að tilkynningin frá fyrirtækinu hafi verið rýr var þó tekið fram að „hins skapandi fótspors“ körfuboltastjörnunnar myndi gæta „á öllum sviðum“ fyrirtækisins. Þá endurnýjaði Warner Bros höfundarrétt sinn á Space Jam í liðnum mánuði og er þetta allt talið renna stoðum undir þann orðróm að framhald sé væntanlegt og að James fari með aðalhlutverkið. Körfuboltamaðurinn hefur ætíð neitað orðrómum þess efnis en hann gaf þó í skyn í fyrra að hann myndi ekki hafna tækifærinu, ef það byðist. „Ég hef ætíð elskað Space Jam. Hún var ein uppáhalds bíómyndin mín þegar ég var að vaxa úr grasi. Ef ég fengi tækifærið, þá væri það frábært,“ sagði James í samtali við South Florida Sun Sentinel. Space Jam kom út árið 1996 og fjallar í aðra röndina um ákvörðun körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan að leggja körfuboltaskóna á hilluna og taka sér hafnaboltakylfu í hönd. Það skapaði honum töluverðar óvinsældir á sínum tíma og er allar götur síðan talið að samstarf hans og Kalla kanínu hafi verið til þess að lagfæra orðspor hetjunnar. Lebron James bakaði sér sömuleiðis töluverðar óvinsældir þegar hann sagði skilið við Cleveland Cavaliers árið 2010. Gæti Space Jam 2 fjallað um þá ákvörðun? Það getur aðeins tíminn leitt í ljós. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Nú er talið að framhald hinnar geysivinsælu geimkörfuboltateiknimyndar Space Jam gæti loks verið að líta dagsins ljós eftir þráláta og loðna orðróma þess efnis á síðustu misserum. Það sem meira er, allar líkur eru taldar á því að körfuboltamaðurinn Lebron James muni fara með aðalhlutverkið á samt þeim Kalla Kanínu, Oddi önd og öllum hinum í Looney Tunes-genginu. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros tilkynnti í gær að það hefði hafið „fordæmalaust“ þróunarsamstarf við fyrrnefndan James sem spannaði fjölbreytt verkefni. Þó svo að tilkynningin frá fyrirtækinu hafi verið rýr var þó tekið fram að „hins skapandi fótspors“ körfuboltastjörnunnar myndi gæta „á öllum sviðum“ fyrirtækisins. Þá endurnýjaði Warner Bros höfundarrétt sinn á Space Jam í liðnum mánuði og er þetta allt talið renna stoðum undir þann orðróm að framhald sé væntanlegt og að James fari með aðalhlutverkið. Körfuboltamaðurinn hefur ætíð neitað orðrómum þess efnis en hann gaf þó í skyn í fyrra að hann myndi ekki hafna tækifærinu, ef það byðist. „Ég hef ætíð elskað Space Jam. Hún var ein uppáhalds bíómyndin mín þegar ég var að vaxa úr grasi. Ef ég fengi tækifærið, þá væri það frábært,“ sagði James í samtali við South Florida Sun Sentinel. Space Jam kom út árið 1996 og fjallar í aðra röndina um ákvörðun körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan að leggja körfuboltaskóna á hilluna og taka sér hafnaboltakylfu í hönd. Það skapaði honum töluverðar óvinsældir á sínum tíma og er allar götur síðan talið að samstarf hans og Kalla kanínu hafi verið til þess að lagfæra orðspor hetjunnar. Lebron James bakaði sér sömuleiðis töluverðar óvinsældir þegar hann sagði skilið við Cleveland Cavaliers árið 2010. Gæti Space Jam 2 fjallað um þá ákvörðun? Það getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira