Enski boltinn

Maðurinn sem fékk Chadli, Eriksen og Lamela til Tottenham hættur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Franco Baldini ætlar að eyða meiri tíma í annað en fótbolta.
Franco Baldini ætlar að eyða meiri tíma í annað en fótbolta. vísir/getty
Franco Baldini, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, er hættur störfum hjá enska félaginu, en samkvæmt afar stuttri yfirlýsingu á vef Tottenham er um að ræða sameiginlega niðurstöðu félagsins og Baldini.

Ítalinn kom til Tottenham árið 2013 og starfaði þá með André Villas-Boas. Hann átti að búa til nýtt lið hjá Tottenham eftir brotthvarf Gareth Bale til Real Madrid og nota peninginn sem fékkst fyrir Walesverjann til þess.

Baldini fékk leikmenn sem slógu ekki beint í gegn um leið og þeir komu, en eru nú að spila vel. Hann fékk menn á borð við Nacer Chadli, Christian Eriksen og Erik Lamela til Tottenham, en þeir skoruðu allir í 4-1 sigri á Manchester City um helgina.

Baldini hitti ekki alltaf í mark, en hann ber ábyrgð á mönnum eins og Étienni Capoue, Paulinho og Roberto Soldado, en Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er búinn að láta þá fara.

Franco Baldini starfaði hjá Roma áður en hann gekk í raðir Tottenham og var áður aðstoðarþjálfari enska landsliðsins þegar Fabio Capello var þjálfari þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×