Keppir í raunveruleikaþættinum Game of Homes í Kanada Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 4. apríl 2015 11:30 Þau Hjördís Ösp Ottósdóttir og Russell Schaper-Kotter eru staðráðin í að vinna Game of Homes. mynd/sara rogers Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“ Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“