Berjast fyrir 85 ára gamalli bekkjabílahefð á Þjóðhátíð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Bekkjarbílunum skipt út fyrir strætó. Ákveðið hefur verið að hætta notkun bekkjabíla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hryggi marga aðdáendur hátíðarinnar enda telja flestir bekkjabílana hafa verið mikilvægan part af upplifuninni sem fylgir Þjóðhátíð. Hildur Jóhannsdóttir Eyjameyja ákvað að taka málin í sínar hendur og byrjaði með undirskriftalista þar sem brotthvarfi bekkjabílanna er mótmælt.Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við fáum ekki leyfi frá lögreglustjóranum fyrir að hafa bílana hérna þar sem þetta eru vöruflutningabílar sem eru ekki ætlaðir fyrir fólksflutning. Málið er að það eru ekki til nein lög um bekkjabílana og það er enginn vilji fyrir því að keyra neitt í gegn sem gæti veitt okkur undanþágu fyrir að starfrækja þá þessa einu helgi á ári. Það hafa nú þegar verið settar hraðatakmarkanir og fjöldatakmarkanir á bílana til þess að gæta að öryggi farþega. Þetta er mikið óréttlæti fyrir okkur sem höldum upp á Þjóðhátíð en við höfum heyrt að það verði bekkjabílar á Akureyri um verslunarmannahelgina og svo eru hjólabílar í Reykjavík,“ segir Hildur en hún starfar sem sjálfboðaliði á Þjóðhátíð ár hvert. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir lítið við þessu að gera en að það hafi legið fyrir í mörg ár að bekkjabílar yrðu ekki notaðir til fólksflutninga til frambúðar. Aðspurð hvort hægt sé að breyta þessu með lögum eða reglugerðum segir Páley að það þurfi löggjafann til þess að breyta lögum og ráðherra til að breyta reglugerð.Bekkjarbílarnir heyra sögunni til.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Það gilda lög um fólksflutninga sem eru frá 2001 og reglugerð frá 2002. Samkvæmt þeim þarf að sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu til þess að mega aka farþegum en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Þessi farartæki eru ekki ætluð til fólksflutninga og þess vegna teljum við að strætisvagn sé talsvert öruggari kostur. Mér skilst að slíkur vagn taki 90 manns en bekkjabíll 35 manns. Fyrirhugað er að vera með fjóra strætisvagna en í fyrra voru aðeins þrír bekkjabílar sem önnuðu engan veginn flutningsþörfinni. Það eru líka fleiri kostir við strætisvagnana, þeir eru lægri svo aðgengi fyrir fatlaða er betra og það sama má segja um fólk með barnavagna og aðra farþega. Þessi breyting verður vonandi til þess að auka þjónustu við gesti hátíðarinnar með öryggið í fyrirrúmi. Það er auðvitað einhver eftirsjá í rómantíkinni við bekkjabílana en við erum aðeins að framfylgja lögum.“ Þjóðhátíðarnefnd harmar að það sé komið að endalokum bekkjabílsins og segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi ekki komið á óvart. „Vestmannaeyingum er annt um bekkjabílana og þá hefð sem er í kringum þá. Þeir hafa þó verið fullreyndir og staðreyndin er sú að bekkjabílarnir anna alls ekki eftirspurninni og þess vegna er ljóst að það þurfi að leita á ný mið. Annars er vert að taka fram að við komum ekki nálægt þessari ákvörðun en hún fellur undir embætti lögreglustjórans,“ segir Hörður Orri Grettisson sem situr í þjóðhátíðarnefnd. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta notkun bekkjabíla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hryggi marga aðdáendur hátíðarinnar enda telja flestir bekkjabílana hafa verið mikilvægan part af upplifuninni sem fylgir Þjóðhátíð. Hildur Jóhannsdóttir Eyjameyja ákvað að taka málin í sínar hendur og byrjaði með undirskriftalista þar sem brotthvarfi bekkjabílanna er mótmælt.Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við fáum ekki leyfi frá lögreglustjóranum fyrir að hafa bílana hérna þar sem þetta eru vöruflutningabílar sem eru ekki ætlaðir fyrir fólksflutning. Málið er að það eru ekki til nein lög um bekkjabílana og það er enginn vilji fyrir því að keyra neitt í gegn sem gæti veitt okkur undanþágu fyrir að starfrækja þá þessa einu helgi á ári. Það hafa nú þegar verið settar hraðatakmarkanir og fjöldatakmarkanir á bílana til þess að gæta að öryggi farþega. Þetta er mikið óréttlæti fyrir okkur sem höldum upp á Þjóðhátíð en við höfum heyrt að það verði bekkjabílar á Akureyri um verslunarmannahelgina og svo eru hjólabílar í Reykjavík,“ segir Hildur en hún starfar sem sjálfboðaliði á Þjóðhátíð ár hvert. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir lítið við þessu að gera en að það hafi legið fyrir í mörg ár að bekkjabílar yrðu ekki notaðir til fólksflutninga til frambúðar. Aðspurð hvort hægt sé að breyta þessu með lögum eða reglugerðum segir Páley að það þurfi löggjafann til þess að breyta lögum og ráðherra til að breyta reglugerð.Bekkjarbílarnir heyra sögunni til.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Það gilda lög um fólksflutninga sem eru frá 2001 og reglugerð frá 2002. Samkvæmt þeim þarf að sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu til þess að mega aka farþegum en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Þessi farartæki eru ekki ætluð til fólksflutninga og þess vegna teljum við að strætisvagn sé talsvert öruggari kostur. Mér skilst að slíkur vagn taki 90 manns en bekkjabíll 35 manns. Fyrirhugað er að vera með fjóra strætisvagna en í fyrra voru aðeins þrír bekkjabílar sem önnuðu engan veginn flutningsþörfinni. Það eru líka fleiri kostir við strætisvagnana, þeir eru lægri svo aðgengi fyrir fatlaða er betra og það sama má segja um fólk með barnavagna og aðra farþega. Þessi breyting verður vonandi til þess að auka þjónustu við gesti hátíðarinnar með öryggið í fyrirrúmi. Það er auðvitað einhver eftirsjá í rómantíkinni við bekkjabílana en við erum aðeins að framfylgja lögum.“ Þjóðhátíðarnefnd harmar að það sé komið að endalokum bekkjabílsins og segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi ekki komið á óvart. „Vestmannaeyingum er annt um bekkjabílana og þá hefð sem er í kringum þá. Þeir hafa þó verið fullreyndir og staðreyndin er sú að bekkjabílarnir anna alls ekki eftirspurninni og þess vegna er ljóst að það þurfi að leita á ný mið. Annars er vert að taka fram að við komum ekki nálægt þessari ákvörðun en hún fellur undir embætti lögreglustjórans,“ segir Hörður Orri Grettisson sem situr í þjóðhátíðarnefnd.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira