Gunnar Nelson, fegurðin og kappið Bjarni Karlsson skrifar 15. júlí 2015 09:15 Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðufærslu mína um Gunnar Nelson að umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefndist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám. Mig langar að fylgja þessu máli örstutt eftir. Við megum vera stolt af Gunnari Nelson. Hann ber með sér allt sem góðan íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi, ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir. Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í samanburði við aðra hvort heldur keppt er í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun eða hverju öðru.Fegurðinni fórnað Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði áherslu á það við sína drengi að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði og hefur það orðið mörgum að leiðarljósi. Ég hef nú horft á allmarga UFC-bardaga og þar þykir mér fegurðinni fórnað fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og annarra félaga sem kenna fólki glímutök sé rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþróttakeppni eins og hún birtist almenningi í fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá fegurð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum. Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að leggja andstæðinginn með glímubrögðum er hann afmennskaður með höggum og spörkum svo bein jafnvel brotna og menn berjast og verjast í blóði sínu uns annar liggur við þröskuld örkumlunar á meðan áhorfendaskarinn fagnar.Klámgildið Þar er komin tengingin við klámið sem jafnframt mun vera eitt vinsælasta netefni okkar nútíma. Klám er lýsing á kynferðislegu samneyti þar sem fegurðin er ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér hvort vinsældir UFC-keppninnar standi í samhengi við klámgildi hennar í þeim skilningi að á sama hátt og klám rænir kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir stendur greddan og kappið, hvort tveggja gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun