Nikola Karabatic, einn besti handknattleiksmaður heims, er genginn í raðir PSG og þar með orðinn liðsfélagi línumannsins Róberts Gunnarssonar.
Karabatic, sem lék með Barcelona á síðustu leiktíð, var á dögunum sakfelldur fyrir sinn þátt í veðmálabraski og hagræðingu úrslita leiks í frönsku úrvalsdeildinni vorið 2012. Hann var þá leikmaður Montpellier. Karabatic var sektaður um 10 þúsund evrur en slapp við fangelsisdóm.
Hjá PSG hittir hann fyrir bróður sinn, Luka - sem einnig var sektaður í málinu, sem og Noka Serdarusic sem þjálfaði hann árum áður hjá Kiel.
Karabatic vann alls tólf titla hjá Barcelona á aðeins tveimur árum og kvaddi félagið sem Evrópumeistari.
Karabatic kominn til frönsku höfuðborgarinnar

Tengdar fréttir

Karabatic sektaður en slapp við fangelsi
Úrskurður kveðinn upp í frægu máli sem skók handboltaheiminn árið 2012. Nikola Karabatic ætlar að áfrýja dómnum.

Karabatic yfirgefur Guðjón Val og Barcelona
Nikola Karabatic, einn af bestu handboltamönnum heims, ætlar ekki að spila áfram með spænska liðinu Barcelona og hefur nýtt sér klausu í samningi sínum til að fá sig lausan.