Rúllar fótbrotinni brúður inn kirkjugólfið á gylltum hjólbörum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 18:08 Erik Newman og Rakel Sara Jónasdóttir láta ekki fótbrot stöðva sig. mynd/erik Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik
Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein