Rúllar fótbrotinni brúður inn kirkjugólfið á gylltum hjólbörum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 18:08 Erik Newman og Rakel Sara Jónasdóttir láta ekki fótbrot stöðva sig. mynd/erik Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik
Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Billy Corgan talaði íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20