Rúllar fótbrotinni brúður inn kirkjugólfið á gylltum hjólbörum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 18:08 Erik Newman og Rakel Sara Jónasdóttir láta ekki fótbrot stöðva sig. mynd/erik Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hin tilvonandi brúður Rakel Sara Jónasdóttir, sem fótbrotnaði eftir að hafa hoppað úr átta metra hæð og lent á sérstakri hoppudýnu á Bíladögum á Akureyri, virðist gædd ótrúlegri spádómsgáfu. Í kjölfar slyssins sagði hún í samtali við Vísi þann 24. júní síðastliðinn að hún ætlaði ekki að svekkja sig á fótbrotinu og setja heldur upp bjartsýnisgleraugun, þrátt fyrir að óðfluga styttist í brúðkaup hennar og unnustans Erik Newman. „Mér verður kannski rúllað inn kirkjugólfið á hjólbörum,“ sagði Rakel glettin og nú, liðlega þremur vikum síðar, virðist spá hennar hafa ræst.Sjá einnig: Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaup Erik hefur nefnilega skellt hjólbörum í hátíðarbúning; málað þær gylltar, skipt um höldur og letrað á þær dagsetningu brúðkaupsins sem fram fer um helgina og fyrirhugað er að móðir brúðarinnar rúlli henni inn kirkjugólfið á laugardaginn kemur.Nöfn þeirra beggja og dagsetningu brúðkaupsins hafa verið áletruð á Gullvagninn með semalíuskrauti.mynd/ErikErik er bjartsýnn eins og unnusta sín. „Við erum með tvö máltæki mikið ì notkun þessa dagana; „fall er faraheill" og þar sem èg er hálf enskur notum við mikið „break a leg," segir hann léttur í lund þegar Vísir náði tali af honum. Hann kveðst svo sannarlega vera spenntur fyrir brúðkaupinu á laugardaginn – ekki síst fyrir því hvort spúsa hans muni þurfa að reiða sig á tvo jafnflóta eða hinn umrædda Gullvagn – en hvort þetta sé Gullvagninn sem Björgvin Halldórsson og félagar sungu um á sínum tíma skal ósagt látið. „Við vitum ekki fyrr en í hádeginu á föstudaginn hvort að hún verði komin í göngugifs og geti þá skrölt sjálf eða hvort að hún verði ennþá í spelku og þurfi aðstoð,“ segir Erik. „En Gullvagninn er alla vega klár.“ Erik gerir ekki ráð fyrir öðru en að hjólbörurnar fái að vinna fyrir kaupinu sínu á laugardaginn og verði nýttar af miklum móð, jafnt í veislunni sem og sjálfri brúðarmyndatökunni. „Svo rúllum við henni örugglega á dansgólfið líka,“ segir Erik léttur. Hann segir undirbúning fyrir brúðkaupið langt á veg kominn og var kokkurinn að fara yfir matarmál veislunnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Athöfnin sjálf fer fram í Grundarkirkju í Eyjafirði og áfanganum verður fagnað í Hlíðarbæ - í um 25 mínútna fjarlægð. Þrátt fyrir að vera mikið hreystimenni efast Erik um að hann muni ýta sinn heittelskuðu á Gullvagninum þarna á milli heldur verður bíll fenginn til ferjunarinnar. Fall er fararheill!mynd/erik
Tengdar fréttir Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Tvífótbrotnaði á hoppudýnu þremur vikum fyrir brúðkaupið „Mig langaði ógeðslega mikið að prufa þetta.“ 24. júní 2015 19:20