Innlent

Fresturinn til að samþykkja rennur út á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Fresturinn til að samþykkja höfuðstólsleiðréttinguna svokölluðu rennur út á morgun.
Fresturinn til að samþykkja höfuðstólsleiðréttinguna svokölluðu rennur út á morgun. Vísir/Getty
Fresturinn til að samþykkja höfuðstólsleiðréttinguna svokölluðu rennur út á morgun, mánudaginn 23. mars. Þeir sem sóttu um niðurfærslu skulda og fengu hana samþykkta frá og með 23. desember síðastliðnum þurfa að undirrita rafrænt í síðasta lagi á morgun.

Alls stóð 95 þúsund einstaklingum til boða að samþykkja leiðréttinguna. Ekki er hægt að synja sérstaklega lánaleiðréttingu heldur kemur í ljós þegar frestur rennur út hve margir voru ósamþykkir því sem þeim var ætlað.


Tengdar fréttir

Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða

Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna.

Synja 15.000 um leiðréttingu húsnæðislána

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar verður kynnt í Hörpu eftir hádegi í dag. Höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns lækkar um 1,5 milljónir að meðaltali. Af 105.000 manns sem sóttu um fá 90.000 manns leiðréttingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×