Vantar þrjú þúsund iðnaðarmenn á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2015 19:56 Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Mikill skortur er á iðnaðarmönnum til ýmissa starfa en Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar telur að það þurfi tvö til þrjú þúsund iðnaðarmenn í atvinnulífið strax til að geta sinnt þeim verkefnum sem eru í gangi. Atorka, sem eru Samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Grunn- og framhaldsskólar á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands stóðu fyrir svokallaðri Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á fimmtudaginn. Um 30 fyrirtæki á Suðurlandi kynntu starfsemi sína fyrir framhaldsskólanemendum og nemendum efstu bekkja grunnskólanna þar sem áherslan var lögð á iðn og tæknigreinar en atvinnurekendur hafa miklar áhyggjur af því hvað fáir nemendur skrá sig í nám í þessum greinum. „Það vantar fólk með með mismunandi menntun að baki í mjög margar iðn og tæknigreinar. Það vantar mikið af járniðnaðarmönnum, rafiðnaðarmönnum og fólk með margskonar þekkingu. Við erum auðvitað með ört vaxandi ferðaþjónustu hér. Hér vantar mikið af fólki í leiðsögn og inn í ferðaþjónustufyrirtækin og auðvitað í þeirri öflugu matvælavinnslu sem við erum með hér. Það vantar fólk í allar þessar greinar,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson frá Atorku. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar mætti á Starfamessuna. „Það er veruleg eftirspurn eftir fólki, jafnvel í þessar gömlu iðngreinar eins og múrverk, tréverk og fleira og fleira. Síðan er líka eftirspurn eftir nýju greinunum eins og grafískri hönnun. Margar þessara greina eru í vexti og vantar fólk“, segir Gissur.En er verið að leggja of mikla áherslu á bóknámið í framhaldsskólunum? „Það er auðvitað margtuggin saga að það er allt of mikil áhersla lögð á bóknámið og iðnmenntunin situr á hakanum. Það eru auðvitað margir sem hafa fundið sér störf í útlöndum, aðallega í Noregi, en þeir eru sem betur fer að snúa til baka en mannvirkjagreinarnar eru að taka við sér. Ég gæti alveg trúað að það vanti hér tvö til þrjú þúsund manns inn á vinnumarkaðinn til þess að vel eigi að vera,“ segir Gissur. Það vantar alls staðar fólk, t.d. hjá Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi. „Við myndum alveg geta bætt við okkur fjórum til fimm körlum,“ segir Margrét Ósk Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Suðurlands á Selfossi, sem vonar jafnframt að starfamessan hafi skilað einhverju. „Það eru margir krakkar búnir að biðja um vinnu í sumar, þannig að það getur vel verið að það verði nokkrir nýir hjá okkur í sumar sem eru búnir að kynnast þessu hér,“ segir Margrét Ósk.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira