Innlent

Tundurdufl um borð í skuttogaranum Bjarti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar bíða komu skuttogarans á Neskaupstað til að eyða duflinu.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar bíða komu skuttogarans á Neskaupstað til að eyða duflinu. vísir/daníel
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eru nú staddir á Neskaupstað að bíða komu skuttogarans Bjarts TFNV sem er með tundurdufl um borð. Er Bjartur væntanlegur til hafnar innan tveggja klukkustunda.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að líklega sé um að ræða breskt seguldufl sem Bjartur fékk í veiðarfærin er hann var á veiðum í Rósagarðinum á suðausturlandi, sem er þekkt tundurduflasvæði. Svæðið var kallað Rósagarðurinn af þýskum kafbátaskipstjórum vegna þeirra fjölda tundurdufla sem var þarna lagt á árunum 1940-1943 en það var hluti af aðgerð sem kallaðist „SN aðgerðin“. Talið er að yfir 90 þúsund duflum af ýmsum gerðum hafi verið lagt í sjó á þessum tíma.

Togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði fékk þetta tundurdufl árið 2007 í veiðarfærin sín en sprengiefnið í því var vel virkt.mynd/sigurður ásgrímsson
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar munu fara um borð í Bjart, kanna aðstæður og skoða duflið. Verður duflið svo gert öruggt til flutnings og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar munu í framhaldinu eyða því.


Tengdar fréttir

Dularfullt dufl reyndist vera fendari

Duflið dularfulla sem rak á land við Garða í Mýrdal síðastliðinn laugardag reyndist vera svokallaður fendari af rússneskum uppruna. Í fyrstu var óttast að hér væri um tundurdufl að ræða og voru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×