Innlent

Skipulögð leit í ristli undirbúin

Sunna Guðlaugsdóttir
Sunna Guðlaugsdóttir
Krabbameinsfélag Íslands hefur ráðið Sunnu Guðlaugsdóttur meltingarlækni til að leggja grunn að skipulagðri ristilskoðun í samstarfi við stjórnvöld.

Sunna, sem er sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, hóf störf í apríl og er ráðin til eins árs.

Í mars í fyrra stóð Krabbameinsfélagið ásamt ellefu fag- og sjúklingafélögum að áskorun til þingmanna og stjórnvalda um að hefja skipulega leit að ristilkrabbameini. Undirbúningur að skipulagðri leit felur í sér gagnaöflun og vinnslu gagna til að leggja grunn að árangursríkri leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×