Listin og tjáningarfrelsið Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun