Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2015 06:00 Þessi svipur leikstjórnandans Snorra Steins Guðjónssonar segir meira en mörg orð. vísir/Eva Björk Hafi einhver efast þá er öllum nú ljóst að íslenska landsliðið er komið á fullan skrið á HM í handbolta. Loksins, eftir afar erfiða byrjun á mótinu hér í Katar. Ísland sendi skýr skilaboð til annarra liða í keppninni með því að gera jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakklands í Duhail-keppnishöllinni í Doha í gær og undirstrikaði það góða frammistöðu þeirra að þeir gengu allir sem einn svekktir af velli.Sjá einnig:Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Úrslitin þýða að strákarnir eru skrefi nær 16-liða úrslitunum og eiga enn raunhæfa möguleika á öðru sæti riðilsins. Fram undan eru afar þýðingarmiklir leikir, fyrst gegn Tékklandi og svo Egyptalandi en miðað við frammistöðuna í gær eru strákarnir til alls líklegir haldi þeir uppteknum hætti.Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ræða saman.vísir/eva björkTrúin alltaf til staðar Leikurinn í gær var spennandi en hann byrjaði á óþægilega kunnuglegum nótum. Strákarnir voru að spila sig í færi en aðeins eitt skot af fyrstu sex rataði á rammann. En þökk sé góðri vörn og frábærri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar fengu sóknarmennirnir tækifæri til að koma sér í gang, sem þeir og gerðu. „Þetta segir allt um þeirra skapgerð og sýnir úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru með hjartað á réttum stað og með gríðarlegan sigurvilja. Við vitum vel að þeir geta þetta og trúin er til staðar. Þetta var bara tímaspursmál enda kom þetta á endanum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og sýndi enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægur hann er liðinu. Björgvin Páll Gústavsson var magnaður, Alexander Petersson byrjaði hægt en honum óx ásmegin og þá átti Snorri Steinn Guðjónsson sinn langbesta leik í keppninni. Vörnin var frábær í leiknum og margir lögðu hönd á plóg. Aron hrósaði svo Ásgeiri Erni Hallgrímssyni fyrir hans framlag í sókninni. „Hann steig upp og tók mikla ábyrgð í kvöld. Það var gott að sjá það. Björgvin var svo sterkur í markinu sem var lykilatriði fyrir okkur.“ Frakkar héldu sér inni í leiknum með markvörslu Thierry Omeyer og kröftugum sóknarleik þegar mest á reyndi í síðari hálfleik. Ísland var þá í miklu basli með að feta þá þröngu línu sem varnarmönnum er sett í þessari keppni og það nýttu Frakkar sér. En allra erfiðast var að eiga við línuspil Frakkanna og hinn ógnarsterka Cedric Sorhaindo á línunni.vísir/eva björkÍsskápurinn var erfiður „Ísskápurinn er hann kallaður,“ bendir Aron á og hristir hausinn. „Hann þarf ekki mikið pláss og þegar dómgæslan er svona er gríðarlega erfitt að finna lausn á þessu. Kannski er hægt að vera klókari en við vorum en strákarnir sýndu mikla þolinmæði. Við náðum að taka þá oft úr jafnvægi með því að breyta nokkrum smáatriðum hjá okkur. Það var gott að hafa klárað þetta með þessu jafntefli þrátt fyrir allt.“ Eftir hina bagalegu byrjun Íslands á mótinu þar sem strákarnir steinlágu fyrir Svíum tóku þeir sig saman í andlitinu og gerðu nóg til að vinna Alsír í næsta leik. En leikurinn í gær var í allt öðrum og miklu betri gæðaflokki. „Við verðum að vera sáttir við svona frammistöðu. En samt ekkert sáttari en svo að þetta er bara eitt framfaraskref. Næst kemur lykilleikur gegn Tékkum og við verðum að sýna sama sigurvilja og við gerðum í kvöld strax frá fyrstu sekúndu.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Hafi einhver efast þá er öllum nú ljóst að íslenska landsliðið er komið á fullan skrið á HM í handbolta. Loksins, eftir afar erfiða byrjun á mótinu hér í Katar. Ísland sendi skýr skilaboð til annarra liða í keppninni með því að gera jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakklands í Duhail-keppnishöllinni í Doha í gær og undirstrikaði það góða frammistöðu þeirra að þeir gengu allir sem einn svekktir af velli.Sjá einnig:Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Úrslitin þýða að strákarnir eru skrefi nær 16-liða úrslitunum og eiga enn raunhæfa möguleika á öðru sæti riðilsins. Fram undan eru afar þýðingarmiklir leikir, fyrst gegn Tékklandi og svo Egyptalandi en miðað við frammistöðuna í gær eru strákarnir til alls líklegir haldi þeir uppteknum hætti.Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ræða saman.vísir/eva björkTrúin alltaf til staðar Leikurinn í gær var spennandi en hann byrjaði á óþægilega kunnuglegum nótum. Strákarnir voru að spila sig í færi en aðeins eitt skot af fyrstu sex rataði á rammann. En þökk sé góðri vörn og frábærri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar fengu sóknarmennirnir tækifæri til að koma sér í gang, sem þeir og gerðu. „Þetta segir allt um þeirra skapgerð og sýnir úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru með hjartað á réttum stað og með gríðarlegan sigurvilja. Við vitum vel að þeir geta þetta og trúin er til staðar. Þetta var bara tímaspursmál enda kom þetta á endanum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og sýndi enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægur hann er liðinu. Björgvin Páll Gústavsson var magnaður, Alexander Petersson byrjaði hægt en honum óx ásmegin og þá átti Snorri Steinn Guðjónsson sinn langbesta leik í keppninni. Vörnin var frábær í leiknum og margir lögðu hönd á plóg. Aron hrósaði svo Ásgeiri Erni Hallgrímssyni fyrir hans framlag í sókninni. „Hann steig upp og tók mikla ábyrgð í kvöld. Það var gott að sjá það. Björgvin var svo sterkur í markinu sem var lykilatriði fyrir okkur.“ Frakkar héldu sér inni í leiknum með markvörslu Thierry Omeyer og kröftugum sóknarleik þegar mest á reyndi í síðari hálfleik. Ísland var þá í miklu basli með að feta þá þröngu línu sem varnarmönnum er sett í þessari keppni og það nýttu Frakkar sér. En allra erfiðast var að eiga við línuspil Frakkanna og hinn ógnarsterka Cedric Sorhaindo á línunni.vísir/eva björkÍsskápurinn var erfiður „Ísskápurinn er hann kallaður,“ bendir Aron á og hristir hausinn. „Hann þarf ekki mikið pláss og þegar dómgæslan er svona er gríðarlega erfitt að finna lausn á þessu. Kannski er hægt að vera klókari en við vorum en strákarnir sýndu mikla þolinmæði. Við náðum að taka þá oft úr jafnvægi með því að breyta nokkrum smáatriðum hjá okkur. Það var gott að hafa klárað þetta með þessu jafntefli þrátt fyrir allt.“ Eftir hina bagalegu byrjun Íslands á mótinu þar sem strákarnir steinlágu fyrir Svíum tóku þeir sig saman í andlitinu og gerðu nóg til að vinna Alsír í næsta leik. En leikurinn í gær var í allt öðrum og miklu betri gæðaflokki. „Við verðum að vera sáttir við svona frammistöðu. En samt ekkert sáttari en svo að þetta er bara eitt framfaraskref. Næst kemur lykilleikur gegn Tékkum og við verðum að sýna sama sigurvilja og við gerðum í kvöld strax frá fyrstu sekúndu.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita