Handbolti

Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Í fyrsta lagi var ég ánægður með strákana. Þetta var góður leikur. Við spiluðum af krafti í vörninni, en það var erfitt að spila við þá,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, við RÚV eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld.

„Í sókninni vorum við að skapa mikið af færum - bæði sex á móti sex og í undirtölu. Sterkur leikur hjá strákunum og eitt framfararskref tekið í okkar leik. Nú er bara að halda áfram því við eigum lykilleik eftir á móti Tékkum.“

„Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur og nú er að bæta enn við í næsta leik.“

Daniel Narcisse kom inn á í seinni hálfleik hjá Frökkum en hann átti stórleik. Þá var línumaðurinn Cedric Soirhando erfiður viðureignar.

„Hann er bara einn af þessu mjög sterku leikmönnum sem þeir eru með. Þeir eru sterkir einn á móti einum og með ísskápinn á línunni sem er erfitt að stöðva. Eins og dómararnir eru að dæma í þessum leik er erfitt að eiga við þessa aðstæður,“ sagði Aron Kristjánsson.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×