Innlent

Ýlfrandi dekk og gúmmímökkur yfir Akureyri í nótt

Jakob Bjarnar skrifar
Ökuþórar voru sperrtir á Akureyri í nótt og héldu vöku fyrir mörgum friðsælum íbúum með ýlfri í dekkjum.
Ökuþórar voru sperrtir á Akureyri í nótt og héldu vöku fyrir mörgum friðsælum íbúum með ýlfri í dekkjum. bílaklúbbur akureyrar
Bíladagar eru nú á Akureyri og voru ökuþórar margir hverjir að sperra sig á götum, reykspóla og spyrna og þurfti lögregla að stemma stigu við því -- fjölmargar kvartanir bárust um ónæði vegna væls í dekkjum og gúmmíbrælu.

Að sögn lögreglunnar, sem reyndar ber sig vel í samtali við Vísi og segir þetta að mestu hafa farið vel fram, var helgarbragur á gærkvöldinu og nóttinni nyrðra, enda fjölmargir gestir í bænum vegna Bíladaga sem hófust á þriðjudag og standa yfir alla helgina. Tveir þurftu að gista fangageymslur vegna ölvunar en eru þau tilvik án eftirmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×