Innlent

Ríkisútvarpið bað ævisöguritara forsetans afsökunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/GVA
Rík­is­út­varpið (RÚV) hef­ur beðið embætti for­seta Íslands og Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing vel­virðing­ar vegna frétt­ar RÚV um veit­ingu fálka­orðunn­ar á miðvikudag.

Afsökunarbeiðnina má rekja til fyrirsagnar á vef RÚV sem skilja mátti sem svo að Guðjón hafi fengið riddarakrossinn fyrir störf sín fyrir forsetann.  Fyrirsögnin var „Ævi­sögu­rit­ari for­seta fær fálka­orðu“ sem síðar var breytt í „14 fengu fálkaorðu á Bessastöðum.“

Í fréttinni er bent á að það sé ekki í höndum forseta að ákveða hverjir skulu sæmdir fálkaorðunni heldur sé það orðunefnd sem fjallar um tilnefningarnar. Hún gerir síðan tillögur til forseta um það hverjir skulu hljóta hana.

Guðjón Friðriksson var beðinn velvirðingar á fyrirsögninni en Morgunblaðið benti fyrst á afsökunarbeiðni Ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×