Innlent

Leita ferðamanns á Snæfellsnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á flugi yfir leitarsvæðið.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á flugi yfir leitarsvæðið. vísir/ernir
Björgunarsveitir frá Snæfellsnesi og Borgarfirði leita nú erlends ferðamanns sem saknað er í Hnappadal á Snæfellsnesi.



Í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að maðurinn hafi farið í göngu um svæðið í morgun. Ætlaði hann meðal annars að skoða Gullborgarhelli í Gullborgarhrauni, en ekkert hefur spurst til hans síðan.

„Á fjórða tug björgunarmanna eru nú við leit og kallaðar hafa verið út fleiri bjargir af höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi, svo sem leitarhundar, sérhæft fjallabjörgunarfólk, fjarskiptahópar og fleiri. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið á flugi yfir leitarsvæðið.

Í fyrstu atrennu verður lögð áhersla á að leita stíga og gönguleiðir og kanna Gullborgarhelli og aðra hella í hrauninu,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×