Innlent

Ferðamaðurinn fundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður var vegna leitarinnar og flaug þyrla Landhelgisgæslunnar meðal annars yfir svæðið.
Mikill viðbúnaður var vegna leitarinnar og flaug þyrla Landhelgisgæslunnar meðal annars yfir svæðið. vísir/ernir
Maðurinn sem björgunarsveitir hafa leitað að í kvöld er kominn í leitirnar heill á húfi. Hann hafði gengið í ranga átt, frá Gullborgarhelli og að Oddastaðavatni. Þar kom hann að fólki sem hafði sett niður hjólhýsi sitt við vatnið. Fólkið vissi af leitinni og hringdi í lögreglu.  

Í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að mikill viðbúnaður hafi verið hjá björgunarsveitum. Var það meðal ananrs vegna þess að gert var ráð fyrir að leita þyrfti í hellum á Gullborgarhrauninu. Á níunda tug manna við leit, og fleiri á leiðinni, þegar maðurinn kom fram.


Tengdar fréttir

Leita ferðamanns á Snæfellsnesi

Björgunarsveitir frá Snæfellsnesi og Borgarfirði leita nú erlends ferðamanns sem saknað er í Hnappadal á Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×