Innlent

Nýir mótorhjólagallar hjá umferðardeild lögreglunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Gallarnir eru sérhannaðir mótorhjólagallar sem uppfylli ítrustu öryggiskröfur.
Gallarnir eru sérhannaðir mótorhjólagallar sem uppfylli ítrustu öryggiskröfur. Vísir/Lögreglan
Nýir mótorhjólagallar hafa verið teknir í notkun hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gallarnir eru keyptir í samvinnu við lögregluna í Danmörku og segir að þar hafi gallarnir verið notaðir með góðum árangri.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að gallarnir séu sérhannaðir mótorhjólagallar sem uppfylli ítrustu öryggiskröfur og veiti mótorhjólalögreglumönnum mikla vernd fyrir veðri og vindum.

„Margir áhugamenn um vélhjól munu eflaust velta því fyrir sér hvort að gömlu leðurgöllunum verði hreinlega hent, en svo er ekki. Þeir verða enn í notkun enda eru enn sumir sem kjósa frekar slíkan fatnað þegar farið er um á mótorhjóli, sérstaklega þegar veður er gott,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×