Innlent

Slasaðist þegar hann ók fram af snjóhengju á Vélsleða

Vísir/Vilhelm
Vélsleðamaður slasaðist þegar hann ók fram af snjóhengju á Vatnajökli um sex leytið í gærkvöldi. Ferðafélagar hans kölluðu þegar eftir aðstoð og voru björgunarmenn frá Hellu sendir af stað og fleiri settir í viðbragðsstöðu, auk þess sem óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hún gat ekki lent alveg við slysstaðinn og var hinn slasaði fluttur að henni. Þyrlan lenti svo í Reykjavík um klukkan hálf tíu í gærkvöldi og var maðurinn fluttur á slysadeild Landspítalans. Fréttastofu er ekki kunnugt um hversu alvarlega hann er slasaður, nema hvað hann er ekki í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×