Innlent

Tuttugu prósenta fjölgun umsókna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
1.233 umsóknir í grunn- og framhaldsnám á haustönn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands höfðu borist þann 5. júní. Það er um 20 prósenta aukning frá því í fyrra þegar 1.029 umsóknir bárust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntasviði.

316 umsóknir bárust í grunnnám í Kennaradeild en þær voru 282 árið 2014 og nam aukning milli ára 12,1 prósentum. Alls bárust 296 umsóknir um framhaldsnám í Kennaradeild en 224 umsóknir bárust árið 2014 og er hér um að ræða 32,1 prósenta aukningu milli ára.

„Innan Kennaradeildar ber helst að nefna  fjölgun umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræðum en 77 umsóknir bárust 2015 en árið áður voru þær 47 og nemur aukningin 64 prósentum á milli ára.“

Þó var samdráttur á umsóknum í grunnnám í Íþrótta- tómstunda og þroskaþjálfadeild. Alls bárust 196 umsóknir en þær voru 208 í fyrra. Það samsvarar 5,8 prósenta samdrætti. Í framhaldsnám var aukning sem nam 9,1 prósenti en alls bárust 48 umsóknir um meistaranám fyrir haustið 2015 en þær voru 44 árið 2014.

59,6 prósenta aukning var á milli ára í grunnám í Uppeldis- og menntunarfræðideild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×