Mögulegum sönnunargögnum um nauðgun eytt eftir níu vikur Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota er í lítilli stofu á Landspítalanum í Fossvogi. Þar inni eru sýnin geymd í skáp. vísir/Heiða Helgadóttir Sýni og sönnunargögn á Neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt. Fréttablaðið þekkir dæmi þess að sautján ára þolandi hafi hætt við að kæra nauðgun þegar ljóst var að sönnunargögn voru ekki lengur til staðar. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í því herbergi í skáp. Blóðsýni eru geymd í kæliskáp. Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir að brýnt sé fyrir þolendum að kæra brotið sem fyrst. „Það hefur einfaldlega sýnt sig að sönnunarlega er langbest að taka ákvörðun sem fyrst. Það eru tvær hliðar á málinu og ef lögreglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónarhornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra geranda,“ segir Eyrún.Eyrún Björg Jónsdóttirvísir/anton brinkHún segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun er tekin snemma. „Þá er hugsanlega hægt að hafa uppi á fleiri gögnum og ná í vitni sem eru áreiðanleg, þá er ég ekki að tala um vitni að atburði heldir vitni að ástandi og kringumstæðum. Því það snjóar mjög fljótt í sporin.“ Hún segir að það ríði líka á að kæra snemma svo nálgast megi upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfum, til dæmis úr miðbæ eða af skemmtistöðum. Eyrún segir að þessi stutti frestur myndi að vissu leyti þrýsting á þolanda. „Já, til að pressa á ákvarðanatöku.“ Hún segir sjaldgæft að fólk þurfi lengri frest en tvo mánuði. „Það gerist sjaldan að manneskjur taka ákvörðun löngu seinna. Það er þá yfirleitt vegna þess að verið er að áreita ákæranda eða það er eitthvað sem kemur til að manneskja tekur ákvörðun seinna, hótanir eða ýmislegt.Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega,“ segir Eyrún. Nýjum yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Árna Þór Sigmundssyni, var ekki kunnugt um níu vikna vinnuregluna. Hann gat ekki staðfest að mál hefðu farið forgörðum vegna reglunnar. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Sýni og sönnunargögn á Neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot eru geymd í tvo mánuði, eða níu vikur, og svo er þeim eytt. Fréttablaðið þekkir dæmi þess að sautján ára þolandi hafi hætt við að kæra nauðgun þegar ljóst var að sönnunargögn voru ekki lengur til staðar. Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis hefur aðstöðu í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Sönnunargögn og sýni, svo sem nærföt, eru sömuleiðis geymd í því herbergi í skáp. Blóðsýni eru geymd í kæliskáp. Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar, segir að brýnt sé fyrir þolendum að kæra brotið sem fyrst. „Það hefur einfaldlega sýnt sig að sönnunarlega er langbest að taka ákvörðun sem fyrst. Það eru tvær hliðar á málinu og ef lögreglan kemst sem fyrst í málið þá eru meiri líkur á að það sé hægt að finna hugsanlega eitthvað sem styður við málsmeðferð út frá fleiri sjónarhornum, bæði hvað varðar vitni og út frá því að yfirheyra geranda,“ segir Eyrún.Eyrún Björg Jónsdóttirvísir/anton brinkHún segir það hafa sýnt sig að þeim málum farnist betur í kerfinu þar sem ákvörðun er tekin snemma. „Þá er hugsanlega hægt að hafa uppi á fleiri gögnum og ná í vitni sem eru áreiðanleg, þá er ég ekki að tala um vitni að atburði heldir vitni að ástandi og kringumstæðum. Því það snjóar mjög fljótt í sporin.“ Hún segir að það ríði líka á að kæra snemma svo nálgast megi upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfum, til dæmis úr miðbæ eða af skemmtistöðum. Eyrún segir að þessi stutti frestur myndi að vissu leyti þrýsting á þolanda. „Já, til að pressa á ákvarðanatöku.“ Hún segir sjaldgæft að fólk þurfi lengri frest en tvo mánuði. „Það gerist sjaldan að manneskjur taka ákvörðun löngu seinna. Það er þá yfirleitt vegna þess að verið er að áreita ákæranda eða það er eitthvað sem kemur til að manneskja tekur ákvörðun seinna, hótanir eða ýmislegt.Þetta eru einfaldlega verklagsreglur og við höfum ekki rými til að geyma gögnin út í hið óendanlega,“ segir Eyrún. Nýjum yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Árna Þór Sigmundssyni, var ekki kunnugt um níu vikna vinnuregluna. Hann gat ekki staðfest að mál hefðu farið forgörðum vegna reglunnar.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira