Íslensku strákarnir voru mínir björgunarkútar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Ragnar Nathanaelsson. Vísir/Stefán Fáir hafa vakið jafn mikla eftirtekt í Dominoʼs-deild karla það sem af er tímabili og miðherjinn Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn. Það er varla annað hægt enda Ragnar 220 sentímetrar að hæð. Það er augljóst á tölum Ragnars, sem má sjá hér fyrir neðan, að hann hefur látið vel til sín taka. Spekingar eru á einu máli um að Ragnar hafi stórbætt sig frá því að hann lék síðast með Þórsurum, veturinn 2013-14, en að því tímabili loknu hélt hann til Svíþjóðar. Ragnar var hluti af Íslendinganýlendunni í Sundsvall á síðasta tímabili. Alls spiluðu fjórir Íslendingar með Drekunum þá, auk Ragnars voru það Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson. Aðeins Hlynur er enn að spila með Sundsvall Dragons. „Ætli þetta hafi ekki verið stærra stökk en ég bjóst við að það yrði,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar fékk lítið að spila í Svíþjóð en var engu að síður valinn í íslenska landsliðið fyrir EM í sumar, þar sem hann var aftur í litlu hlutverki. „Það var gott að vera með hina Íslendingana með mér í Svíþjóð. Þeir voru mínir björgunarkútar. Þeir pössuðu upp á að ég yrði ekki leiður og byrjaði að kenna sjálfum mér um. Þess í stað lögðu þeir áherslu á að ég myndi njóta þess að vera þarna, enda fullt af fólki sem myndi gefa mikið til að vera í sömu sporum og ég,“ segir Ragnar sem segist ekki efast um að reynslan muni nýtast honum vel fái hann aftur tækifæri til að fara í atvinnumennsku.Fór að vorkenna sjálfum mér Eftir fyrstu tvo leiki Íslands á EM, þar sem Ragnar spilaði aðeins tvær sekúndur í hvorum, leið honum ekki vel að eigin sögn. „Ég gleymdi því að ég ætti að njóta þess að vera þarna og fór frekar að pæla í mínútunum. Ég hóf að vorkenna sjálfum mér í stað þess að njóta augnabliksins. Þarna var ég með íslenska landsliðinu á stórmóti og ansi margir sem hefðu viljað vera í mínum sporum.“ Ragnar fékk góð ráð frá sínu nánasta fólki og herbergisfélaga. Það dugði til að breyta viðhorfi hans, sem hann tileinkar sér enn í dag. „Ég fór fremur að einbeita mér að því hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu, þó það væri aðeins utan vallar. Þá byrjaði ég að öskra meira af bekknum og hvetja menn áfram. Það gerði það að verkum að mér leið mun betur.“ Hann segir að árið í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu hafi gefið honum nýja sýn á íþróttina. „Ég virði körfuboltann og nýt þess að vera á gólfinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að mér gengur betur. Ég er með góða stráka í kringum mig, góða þjálfara og góða áhorfendur. Ég leyfi leiknum að koma til mín fremur en að þvinga eitthvað fram sem veldur aðeins pirringi í sjálfum mér.“Æfði eins og skepna í sumar Ragnar segir að aðkoma tveggja manna hafi breytt miklu fyrir sig í sumar. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, og Baldur Þór Ragnarsson hafi hjálpað honum heilmikið í sumar. Baldur er liðsfélagi Ragnars hjá Þór en einnig styrktarþjálfari íslenska landsliðsins. „Ég æfði mig eins og skepna í sumar, strax þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Þá fór ég að vinna í alls konar varnaræfingum og sprengiæfingum. Þjálfarateymið í landsliðinu er einnig öflugt og það passaði vel upp á að taka okkur stóru strákana til hliðar og vinna með okkur í séræfingum.“ Hann segir að litlir hlutir eins og að taka skotæfingu af vítalínunni eftir hverja æfingu hafi hjálpað sér. „Þó það hafi stundum ekki verið nema 20-30 skot. Það er strax byrjað að borga sig,“ segir Ragnar sem er nú með 74% skotnýtingu sem er bæting um rúm 20% frá því að hann spilaði síðast á Íslandi. Hann segir að Þórsarar ætli sér að ná langt í vetur og að liðið sé rétt að byrja. „Ég kom ekki fyrr en um miðjan september inn í liðið og við erum enn að læra hverjir á aðra. Við verðum vonandi bara betri með hverjum leiknum.“ Ragnar lætur það ekki á sig fá þó svo að fáir hefðu reiknað með því að hann yrði jafn áberandi í deildinni og raunin varð. Hann er ekki að hugsa um að senda gagnrýnendum og spekingum skilaboð. „Einu skilaboðin mín er að ég vil sýna fólki að ég nýt mín á vellinum.“Toppframmistaða hjá Nat-vélinni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur verið með frábæra tölfræði í fyrstu fjórum umferðunum í Domino´s deild karla.Hæsta framlag1. sæti - 30,5 í leikBesta skotnýting2. sæti 56,6 prósentFlest fráköst1. sæti - 17,0 í leikFlest sóknarfráköst1.sæti - 8,0 í leikFlest varin skot1.sæti - 2,5 í leikFlestar tvennur1. sæti - 4 í 4 leikjum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Var með smjörfingur en er kominn með Uhu á puttana | Myndband Ragnar Nathanaelsson átti stórleik í sigri Þórs á FSu. 31. október 2015 12:23 Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Nýliðar FSu eru enn án sigurs í Domino's-deildinni eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Suðurlandsslag. 29. október 2015 22:00 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Fáir hafa vakið jafn mikla eftirtekt í Dominoʼs-deild karla það sem af er tímabili og miðherjinn Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn. Það er varla annað hægt enda Ragnar 220 sentímetrar að hæð. Það er augljóst á tölum Ragnars, sem má sjá hér fyrir neðan, að hann hefur látið vel til sín taka. Spekingar eru á einu máli um að Ragnar hafi stórbætt sig frá því að hann lék síðast með Þórsurum, veturinn 2013-14, en að því tímabili loknu hélt hann til Svíþjóðar. Ragnar var hluti af Íslendinganýlendunni í Sundsvall á síðasta tímabili. Alls spiluðu fjórir Íslendingar með Drekunum þá, auk Ragnars voru það Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson. Aðeins Hlynur er enn að spila með Sundsvall Dragons. „Ætli þetta hafi ekki verið stærra stökk en ég bjóst við að það yrði,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar fékk lítið að spila í Svíþjóð en var engu að síður valinn í íslenska landsliðið fyrir EM í sumar, þar sem hann var aftur í litlu hlutverki. „Það var gott að vera með hina Íslendingana með mér í Svíþjóð. Þeir voru mínir björgunarkútar. Þeir pössuðu upp á að ég yrði ekki leiður og byrjaði að kenna sjálfum mér um. Þess í stað lögðu þeir áherslu á að ég myndi njóta þess að vera þarna, enda fullt af fólki sem myndi gefa mikið til að vera í sömu sporum og ég,“ segir Ragnar sem segist ekki efast um að reynslan muni nýtast honum vel fái hann aftur tækifæri til að fara í atvinnumennsku.Fór að vorkenna sjálfum mér Eftir fyrstu tvo leiki Íslands á EM, þar sem Ragnar spilaði aðeins tvær sekúndur í hvorum, leið honum ekki vel að eigin sögn. „Ég gleymdi því að ég ætti að njóta þess að vera þarna og fór frekar að pæla í mínútunum. Ég hóf að vorkenna sjálfum mér í stað þess að njóta augnabliksins. Þarna var ég með íslenska landsliðinu á stórmóti og ansi margir sem hefðu viljað vera í mínum sporum.“ Ragnar fékk góð ráð frá sínu nánasta fólki og herbergisfélaga. Það dugði til að breyta viðhorfi hans, sem hann tileinkar sér enn í dag. „Ég fór fremur að einbeita mér að því hvað ég gæti gert til að hjálpa liðinu, þó það væri aðeins utan vallar. Þá byrjaði ég að öskra meira af bekknum og hvetja menn áfram. Það gerði það að verkum að mér leið mun betur.“ Hann segir að árið í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu hafi gefið honum nýja sýn á íþróttina. „Ég virði körfuboltann og nýt þess að vera á gólfinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að mér gengur betur. Ég er með góða stráka í kringum mig, góða þjálfara og góða áhorfendur. Ég leyfi leiknum að koma til mín fremur en að þvinga eitthvað fram sem veldur aðeins pirringi í sjálfum mér.“Æfði eins og skepna í sumar Ragnar segir að aðkoma tveggja manna hafi breytt miklu fyrir sig í sumar. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, og Baldur Þór Ragnarsson hafi hjálpað honum heilmikið í sumar. Baldur er liðsfélagi Ragnars hjá Þór en einnig styrktarþjálfari íslenska landsliðsins. „Ég æfði mig eins og skepna í sumar, strax þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Þá fór ég að vinna í alls konar varnaræfingum og sprengiæfingum. Þjálfarateymið í landsliðinu er einnig öflugt og það passaði vel upp á að taka okkur stóru strákana til hliðar og vinna með okkur í séræfingum.“ Hann segir að litlir hlutir eins og að taka skotæfingu af vítalínunni eftir hverja æfingu hafi hjálpað sér. „Þó það hafi stundum ekki verið nema 20-30 skot. Það er strax byrjað að borga sig,“ segir Ragnar sem er nú með 74% skotnýtingu sem er bæting um rúm 20% frá því að hann spilaði síðast á Íslandi. Hann segir að Þórsarar ætli sér að ná langt í vetur og að liðið sé rétt að byrja. „Ég kom ekki fyrr en um miðjan september inn í liðið og við erum enn að læra hverjir á aðra. Við verðum vonandi bara betri með hverjum leiknum.“ Ragnar lætur það ekki á sig fá þó svo að fáir hefðu reiknað með því að hann yrði jafn áberandi í deildinni og raunin varð. Hann er ekki að hugsa um að senda gagnrýnendum og spekingum skilaboð. „Einu skilaboðin mín er að ég vil sýna fólki að ég nýt mín á vellinum.“Toppframmistaða hjá Nat-vélinni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur verið með frábæra tölfræði í fyrstu fjórum umferðunum í Domino´s deild karla.Hæsta framlag1. sæti - 30,5 í leikBesta skotnýting2. sæti 56,6 prósentFlest fráköst1. sæti - 17,0 í leikFlest sóknarfráköst1.sæti - 8,0 í leikFlest varin skot1.sæti - 2,5 í leikFlestar tvennur1. sæti - 4 í 4 leikjum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Var með smjörfingur en er kominn með Uhu á puttana | Myndband Ragnar Nathanaelsson átti stórleik í sigri Þórs á FSu. 31. október 2015 12:23 Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Nýliðar FSu eru enn án sigurs í Domino's-deildinni eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Suðurlandsslag. 29. október 2015 22:00 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Körfuboltakvöld: Var með smjörfingur en er kominn með Uhu á puttana | Myndband Ragnar Nathanaelsson átti stórleik í sigri Þórs á FSu. 31. október 2015 12:23
Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Nýliðar FSu eru enn án sigurs í Domino's-deildinni eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Suðurlandsslag. 29. október 2015 22:00