Algjör óvissa er um Náttúruminjasafnið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 09:00 Fyrirhugað var að Náttúruminjasafnið færi í Perluna en allskostar óljóst hefur verið um framtíð safnsins síðustu ár. Mynd/THG arkitektar. „Það er náttúrulega til skammar hvernig ríkið hefur staðið að þessu og í ljósi aukins fjölda ferðamanna og áhuga á náttúru landsins að þetta skuli ekki vera eins og hjá siðuðu samfélagi. Það skil ég ekki,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ um þá stöðu sem Náttúruminjasafn Íslands er komið í. Fréttablaðið greindi frá því í gær að leigusamningi safnsins hefði verið sagt upp og þannig ríkir algjör óvissa um öll húsnæðismál safnsins sem hefur ekkert sýningarrými haft til afnota um árabil.Perlan Fyrirhugað var að Náttúruminjasafnið færi í Perluna í Öskjuhlíð. Úr því hefur ekki enn orðið. Mynd/THG arkitektarGarðabær sóttist eftir því á sínum tíma að fá safnið til sín, þar sem húsnæði var byggt fyrir Náttúrufræðistofnun. „Við lögðum gríðarlega mikið á okkur að bjóða safnið velkomið í Garðabæ, við hliðina á Náttúrufræðistofnuninni. Við sáum alveg gráupplagt tækifæri að bæta við það hús með einhverjum hætti og vera með þetta undir einu þaki,“ segir Gunnar. Ekki var tekið undir þessar hugmyndir Garðabæjar en í mars 2013 var undirritaður samningur af ríki og borg um að opna ætti grunnsýningu Náttúruminjasafnsins í Perlunni haustið 2014. Reykjavíkurborg hefur þannig lýst vilja sínum til þess að taka við safninu en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir algjöra óvissu ríkja um málið.Gunnar Einarsson„Málið er þannig statt að það er í gangi samstarf milli borgarinnar, safnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjárfesta. Ég hef ekki skynjað annað en jákvæðni allra, þar á meðal ráðherra, til málsins, en það er ekkert hægt að segja neitt um tímasetningar varðandi nauðsynlegar ákvarðanir á þessu stigi. Við erum í raun stödd í algjörri óvissu um þetta safn. “ Dagur tekur þó undir þau orð Gunnars að ástandið sé óviðunandi. „Aðbúnaður Náttúruminjasafns Íslands hefur verið þjóðarskömm um árabil, ef ekki í áratugi. Nú er samstarf í gangi þar sem vanda þarf til verka. En ég myndi fagna því ef málin færu að skýrast,“ segir Dagur. Engin svör bárust um stöðu málsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það er náttúrulega til skammar hvernig ríkið hefur staðið að þessu og í ljósi aukins fjölda ferðamanna og áhuga á náttúru landsins að þetta skuli ekki vera eins og hjá siðuðu samfélagi. Það skil ég ekki,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ um þá stöðu sem Náttúruminjasafn Íslands er komið í. Fréttablaðið greindi frá því í gær að leigusamningi safnsins hefði verið sagt upp og þannig ríkir algjör óvissa um öll húsnæðismál safnsins sem hefur ekkert sýningarrými haft til afnota um árabil.Perlan Fyrirhugað var að Náttúruminjasafnið færi í Perluna í Öskjuhlíð. Úr því hefur ekki enn orðið. Mynd/THG arkitektarGarðabær sóttist eftir því á sínum tíma að fá safnið til sín, þar sem húsnæði var byggt fyrir Náttúrufræðistofnun. „Við lögðum gríðarlega mikið á okkur að bjóða safnið velkomið í Garðabæ, við hliðina á Náttúrufræðistofnuninni. Við sáum alveg gráupplagt tækifæri að bæta við það hús með einhverjum hætti og vera með þetta undir einu þaki,“ segir Gunnar. Ekki var tekið undir þessar hugmyndir Garðabæjar en í mars 2013 var undirritaður samningur af ríki og borg um að opna ætti grunnsýningu Náttúruminjasafnsins í Perlunni haustið 2014. Reykjavíkurborg hefur þannig lýst vilja sínum til þess að taka við safninu en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir algjöra óvissu ríkja um málið.Gunnar Einarsson„Málið er þannig statt að það er í gangi samstarf milli borgarinnar, safnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjárfesta. Ég hef ekki skynjað annað en jákvæðni allra, þar á meðal ráðherra, til málsins, en það er ekkert hægt að segja neitt um tímasetningar varðandi nauðsynlegar ákvarðanir á þessu stigi. Við erum í raun stödd í algjörri óvissu um þetta safn. “ Dagur tekur þó undir þau orð Gunnars að ástandið sé óviðunandi. „Aðbúnaður Náttúruminjasafns Íslands hefur verið þjóðarskömm um árabil, ef ekki í áratugi. Nú er samstarf í gangi þar sem vanda þarf til verka. En ég myndi fagna því ef málin færu að skýrast,“ segir Dagur. Engin svör bárust um stöðu málsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira