Innlent

Gera samning um vefjagigt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra með fulltrúum Þrautar við undirritun.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra með fulltrúum Þrautar við undirritun. Mynd/Heilbrigðisráðuneyti
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning á milli Sjúkratrygginga Íslands og Þrautar um meðferð einstaklinga með vefjagigt.

Verkefnið byrjaði sem tilraunaverkefni, en er nú til frambúðar. Farið verður í breytingar á uppbyggingu meðferðar með það að leiðarljósi að stytta biðlista og fjölga greiningum sem og einstaklingum sem fá endurhæfingu.

Kristján Þór segir samninginn mikilvægan. ,,Þessi samningur tryggir að í boði sé mikilvæg þjónusta sem er ætlað að auka lífsgæði þeirra sem glíma við vefjagigt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×