Vigdís telur Samfylkinguna standa á bak við símahleranir í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2015 09:45 Ef marka má athugasemd Vigdísar hefur hún haft öðrum hnöppum að hneppa en fylgjast með bæjarmálapólitíkinni í Hafnarfirði. Mynd af athugasemd sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, skrifar gengur nú ljósum logum á Facebook. Þetta er skjámynd af athugasemd sem Vigdís setti á vegg Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og alþingismanns, svohljóðandi: „Hvenær ætli Teitur Atlason skrifi um lögbrot Samfylkingarinnar í Hafnarfirði – um að hlera síma bæjarfulltrúa annara flokka ekkert er fjallað um það mál þrátt fyrir mjög alvarlegt brot“. Vigdís vísar til mála í Hafnarfirði sem hafa verið til umfjöllunar á Vísi. Nokkur umræða myndaðist á vegg Sveinbjargar Birnu sem kvartar undan skrifum Teits Atlasonar í málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar er sagt að svindl og óvirðing gagnvart lögum hafi birst við lögskráningu oddvita Framsóknar, það er Sveinbjargar Birnu. Sveinbjörg er afar ósátt við skrif Teits og segir: „Ekki hef ég tjáð mig mikið um þetta mál en mikið væri það nú yndislegt að jafnaðarmaðurinn myndi kynna sér gögn málsins áður en hann færi að básúna óhróður og lygar um mig. Skal með glöðu geði afhenda alvöru blaðamönnum öll skjöl um málið. Enn og aftur falla vinstri andstæðingar mínir í auma sjálfskapaða ....holu.“Vigdís setur þá inn áðurnefnda athugasemd og er Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar einn þeirra sem birtir mynd af orðum Vigdísar. Össuri er skemmt: „Okkar kona í banastuði!“ Hann telur hugsanlegt að þarna gæti örlítils misskilnings hjá þingkonunni um „um hvaða flokkar stýra Hafnarfirði. Síðast þegar ég gáði var það ekki Samfylkingin heldur Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn. En vitaskuld er ekki rétt að gera of miklar kröfur um þekkingu þingmanna Reykjavíkur á bæjarstjórnum í fjarlægum landshlutum.“ Og þá er vakin athygli á því, á Facebook-vegg Össurar, að ekki aðeins sé það rangt heldur einnig að málið í Hafnarfirði snúist ekki um símhleranir heldur afhendingu gagna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar um símtalaskrár frá Vodafone. Um svipað leyti og menn voru að velta fyrir sér þessari sérkennilegu athugasemd Vigdísar birtist frétt á Pressunni þess efnis að Vigdís væri búin að klára hinn vinsæla tölvuleik Candy Crush. Pressan vitnar í Vísi sem hafði það eftir Vigdísi að iðkun þess leiks skerpi rökhugsun. En, víst er að snerpa í hugsun hefur fátt eitt með það að gera að kunna skil á bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði, og margir sem eiga erfitt með að átta sig á því út á hvað símamálið mikla þar gengur.Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Mynd af athugasemd sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, skrifar gengur nú ljósum logum á Facebook. Þetta er skjámynd af athugasemd sem Vigdís setti á vegg Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa og alþingismanns, svohljóðandi: „Hvenær ætli Teitur Atlason skrifi um lögbrot Samfylkingarinnar í Hafnarfirði – um að hlera síma bæjarfulltrúa annara flokka ekkert er fjallað um það mál þrátt fyrir mjög alvarlegt brot“. Vigdís vísar til mála í Hafnarfirði sem hafa verið til umfjöllunar á Vísi. Nokkur umræða myndaðist á vegg Sveinbjargar Birnu sem kvartar undan skrifum Teits Atlasonar í málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík en þar er sagt að svindl og óvirðing gagnvart lögum hafi birst við lögskráningu oddvita Framsóknar, það er Sveinbjargar Birnu. Sveinbjörg er afar ósátt við skrif Teits og segir: „Ekki hef ég tjáð mig mikið um þetta mál en mikið væri það nú yndislegt að jafnaðarmaðurinn myndi kynna sér gögn málsins áður en hann færi að básúna óhróður og lygar um mig. Skal með glöðu geði afhenda alvöru blaðamönnum öll skjöl um málið. Enn og aftur falla vinstri andstæðingar mínir í auma sjálfskapaða ....holu.“Vigdís setur þá inn áðurnefnda athugasemd og er Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar einn þeirra sem birtir mynd af orðum Vigdísar. Össuri er skemmt: „Okkar kona í banastuði!“ Hann telur hugsanlegt að þarna gæti örlítils misskilnings hjá þingkonunni um „um hvaða flokkar stýra Hafnarfirði. Síðast þegar ég gáði var það ekki Samfylkingin heldur Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn. En vitaskuld er ekki rétt að gera of miklar kröfur um þekkingu þingmanna Reykjavíkur á bæjarstjórnum í fjarlægum landshlutum.“ Og þá er vakin athygli á því, á Facebook-vegg Össurar, að ekki aðeins sé það rangt heldur einnig að málið í Hafnarfirði snúist ekki um símhleranir heldur afhendingu gagna til bæjarstjóra Hafnarfjarðar um símtalaskrár frá Vodafone. Um svipað leyti og menn voru að velta fyrir sér þessari sérkennilegu athugasemd Vigdísar birtist frétt á Pressunni þess efnis að Vigdís væri búin að klára hinn vinsæla tölvuleik Candy Crush. Pressan vitnar í Vísi sem hafði það eftir Vigdísi að iðkun þess leiks skerpi rökhugsun. En, víst er að snerpa í hugsun hefur fátt eitt með það að gera að kunna skil á bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði, og margir sem eiga erfitt með að átta sig á því út á hvað símamálið mikla þar gengur.Innlegg frá Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira