Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Linda Blöndal skrifar 30. janúar 2015 19:00 Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira