„Eftirspurnin meira en framboðið“ Hjörtur Hjartarson skrifar 9. mars 2015 19:45 Margir leggja leið sína í ísbúðina Valdísi þegar vel viðrar. Mikil eftirspurn eftir húsnæði á svæðinu. VÍSIR Ekki eru nema nokkur ár síðan verbúðirnar niðri á Granda stóðu tómar og voru hreinlega að grotna niður. Götumyndin er hinsvegar allt önnur í dag. Hér eru listagallerí, ísbúð og ostabúð svo eitthvað sé nefnt og fleiri eru á leiðinni. Þá eru fjögur söfn á svæðinu, CCP er með höfuðstöðvar sínar þar og svo er auðvitað gamli góði Kaffivagninn enn á sínum stað. Sögu Kaffivagnsins má rekja 80 ár aftur í tímann og var hann löngum helsti samkomustaður sjómanna og hafnarverkamanna. Kúnnahópurinn er fjölbreyttari í dag en eigandinn segir mikilvægt, engu að síður að rómantík staðarins glatist ekki í nýjabruminu.Grandagarður„Já, það var alveg hjá mér að ég myndi taka og rústa staðnum. Við tókum við staðnum 2014 og komum honum þá í fínt stand. Og við erum bara að halda áfram að taka til og gera flott hjá okkur,“ segir Mjöll Daníelsdóttir, eigandi Kaffivagnsins. Fæst fyrirtæki á Grandanum eru þó jafnrótgróin og Kaffivagninn. Búrið, sem selur allskyns ljúfmeti, opnaði dyr sínar í gamalli verbúð fyrir um ári. „Við erum bara rosalega spennt yfir því sem er að gerast hérna á svæðinu. Það eru nýir aðilar að koma og vera hérna með okkur. Eina orðið sem ég nota yfir þetta er tilhlökkun, tilhlökkun fyrir framtíðinni,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.Kaffivagninn er alltaf á sínum staðInnan tíðar verður opnuð hjólreiðaverslun á svæðinu, sérverslun með nautakjöt, handverkskökuhús og gullsmíðaverkstæði. Þessum tíðindum fagnar Ragnheiður Guðjónsdóttir, eigandi Sifku gallerí sem tók til starfa fyrir sjö árum. „Þá voru þetta bara geymslur, óhreinar geymslur og kuldi og leiðindi og enginn hérna. Þannig að þetta var ekkert voðalega spennandi þá,“ segir Ragnheiður. Faxaflóhafnir eiga margar fasteignir á Granda og velja leigjendur af kostgæfni. „Við horfum bara á hinn almenna borgarbú að honum líði eins og hann sé velkominn hingað niður á Granda. Þetta er náttúrulega sögufrægt svið,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Eins og staðan er núna eftirspurnin mun meira en framboðið og hún á bara eftir að vaxa.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Ekki eru nema nokkur ár síðan verbúðirnar niðri á Granda stóðu tómar og voru hreinlega að grotna niður. Götumyndin er hinsvegar allt önnur í dag. Hér eru listagallerí, ísbúð og ostabúð svo eitthvað sé nefnt og fleiri eru á leiðinni. Þá eru fjögur söfn á svæðinu, CCP er með höfuðstöðvar sínar þar og svo er auðvitað gamli góði Kaffivagninn enn á sínum stað. Sögu Kaffivagnsins má rekja 80 ár aftur í tímann og var hann löngum helsti samkomustaður sjómanna og hafnarverkamanna. Kúnnahópurinn er fjölbreyttari í dag en eigandinn segir mikilvægt, engu að síður að rómantík staðarins glatist ekki í nýjabruminu.Grandagarður„Já, það var alveg hjá mér að ég myndi taka og rústa staðnum. Við tókum við staðnum 2014 og komum honum þá í fínt stand. Og við erum bara að halda áfram að taka til og gera flott hjá okkur,“ segir Mjöll Daníelsdóttir, eigandi Kaffivagnsins. Fæst fyrirtæki á Grandanum eru þó jafnrótgróin og Kaffivagninn. Búrið, sem selur allskyns ljúfmeti, opnaði dyr sínar í gamalli verbúð fyrir um ári. „Við erum bara rosalega spennt yfir því sem er að gerast hérna á svæðinu. Það eru nýir aðilar að koma og vera hérna með okkur. Eina orðið sem ég nota yfir þetta er tilhlökkun, tilhlökkun fyrir framtíðinni,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.Kaffivagninn er alltaf á sínum staðInnan tíðar verður opnuð hjólreiðaverslun á svæðinu, sérverslun með nautakjöt, handverkskökuhús og gullsmíðaverkstæði. Þessum tíðindum fagnar Ragnheiður Guðjónsdóttir, eigandi Sifku gallerí sem tók til starfa fyrir sjö árum. „Þá voru þetta bara geymslur, óhreinar geymslur og kuldi og leiðindi og enginn hérna. Þannig að þetta var ekkert voðalega spennandi þá,“ segir Ragnheiður. Faxaflóhafnir eiga margar fasteignir á Granda og velja leigjendur af kostgæfni. „Við horfum bara á hinn almenna borgarbú að honum líði eins og hann sé velkominn hingað niður á Granda. Þetta er náttúrulega sögufrægt svið,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Eins og staðan er núna eftirspurnin mun meira en framboðið og hún á bara eftir að vaxa.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira