Innlent

Vilja nýta gömul reiðhjól

sveinn arnarsson skrifar
Erla Reynisdóttir skorar á fólk að gefa hjól í söfnunina eða gefa vinnu í að laga hjól.
Erla Reynisdóttir skorar á fólk að gefa hjól í söfnunina eða gefa vinnu í að laga hjól. Fréttablaðið/Valli
Árleg reiðhjólasöfnun Barnaheilla hófst í gær í samstarfi við Æskuna og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Söfnunin fer nú fram í fjórða sinn.

„Um sex hundruð hjólum hefur verið úthlutað frá upphafi. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir börn að hafa möguleika á hreyfingunni,“ segir Erna Reynisdóttir, einn aðstandenda söfnunarinnar.

Hjólum er safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og á pósthúsum á landsbyggðinni. Hjólin eru ætluð börnum sem, einhverra hluta vegna, hafa ekki ráð á að eignast reiðhjól.

Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×