Innlent

Vilja setja lög um uppljóstrara

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Róbert Marshall er annar flutningsmaður frumvarpsins.
Róbert Marshall er annar flutningsmaður frumvarpsins. vísir/vilhelm
Þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp til heildarlaga um miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara. Lagt er til að uppljóstrarar njóti bæði efnahagslegrar og félagslegrar verndar sem og verndar gegn málsóknum. Fyrstu flutningsmenn frumvarpsins eru Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata.

Mælt er fyrir að gerður verði greinarmunur á svokölluðum innri og ytri uppljóstrurum, en að skilyrði fyrir ytri uppljóstrun, þ.e uppljóstrun til fjölmiðla, sé að efnið sem miðlað sé eigi erindi til almennings.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að uppljóstrar hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að koma upplýsingum um misgerðir sem varða almannahagsmuni á framfæri. Það geti þó haft alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem miðlaði upplýsingunum til fjölmiðla, til dæmis brottrekstur úr starfi. Afleiðingar sem þessar hafi kælingaráhrif (e.chilling effects) á miðlun upplýsinga þar sem uppljóstrar hljóti að veigra sér við að koma upplýsingum á framfæri.

„Þeir eru einnig oft bundnir lagalegum eða samningsbundnum trúnaðar- og þagnarskyldum gagnvart vinnuveitanda sínum og gætu jafnframt átt á hættu að þurfa að sæta afleiðingum uppljóstrunar samkvæmt því. Þá geta refsiákvæði átt við þegar þagnarskyldu- eða trúnaðarskylduákvæði laga eru brotin,“ segir orðrétt í greinargerðinni.

Frumvarpið má lesa í heild hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×